Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 134
142
ÚR VAL
skrifstofunnar eða „bókasafns-
ins“ á sama stað og Píus sálugi
tólfti staðsetti það. Andspænis
stólnum blasir við mynd af
Kristi á krossinum.
Á hlífðarmöppunni voru tveir
eða þrír aðrir vel yddir blýant-
ar. Mér sýndist sparsemin eða
hófsemin einnig skína út úr öðr-
um hlut: öskju, sem í voru liti-
ar pappírsklemmur. Enginn
hafði haft sinnu á því að skipta
á þessari ómerkilegu pappírs-
öskju og annarri úr leðri, eins
og svo víða má sjá. Þrátt fyrir
alla dýrgripina, sem páfastóllinn
hefur erft frá dögum Raphaels,
Michelangelo og Bernini, er
Vatikanið alltaf sjálfu sér líkt:
glæsilegt listasetur aðra stundina,
en hófsamt klaustur hina.
Páfinn notar fjaðrapenna og
nærir hann úr silfurblekbyttu.
Þar sem lítið ber á, er hvít ferða-
ritvél.
Jóhannes páfi hefur mikla
reglu á hlutunum. Að morgni
hvers vinnudags taka verlcefnin
að berast að í formi ýmissa
skjala, en fyrir hádegi er venju-
lega búið að afgreiða þau.
Annar hlutur, sem ég tók eftir
á skrifborðinu, var eintak af
„Árbók páfastólsins“, en þar er
meðal annars að finna nöfn alira
undirmanna páfans. Enda þótt
Jóhannes páfi sé flestum hnútnm
kunnugur, hvað snertir valdsvið
hans og þekki sitt heimafólk, þá
var auðséð að árbókin lá elcki
alltaf óhreyfð.
Píus páfi tólfti var vanur að
taka á móti mikilvægustu gest-
um sínum við skrifborðið. Jó-
hannes páfi hefur gengið lengra
í þessu. Skrifstofan er löng, og
þar er hátt til lofts. í vestur-
endanum eru þrettán stólar, sem
komið er fyrir i hálfhring. Sá
i miðið er dumbrauður á lit og
ætlaður páfanum. Þarna fer vel
um hann og gesti hans, og hann
hefur lag á að skapa geðfellda
stemningu. Það er haft á orði,
að Jóhannes páfi hiki ekki við
að segja ,,nei“ af einurð, ef því
er að skipta, en hins vegar komi
sjaldan fyrir, að menn fari af
fundi hans öðruvísi en með bros
á vör og hlýjar tilfinningar í
hjarta.
Frá skrifborði sínu sér páfinn
bæði Kristsmyndina á krossin-
um og annað íhugunarefni í hin-
um enda salarins: stórt vegg-
teppi, sem á er mynd af Kristi
þar sem hann réttir Pétri postuia
lykil. Boðskapur myndarinnar er
augljós: Pétur krýpur, þar sem
hann er þjónn Guðs, enda þótt
honum sé gefinn lykill valds og
áhrifa.
Stórir gluggar til vinstri við
skrifborðið fylla herbergið hlýj-