Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 24
32
ÚRVAL
leyfilegri á vissum sviðum.
Líkamseinkenni, sem eitt sinn
voru nauðsynleg til að halda velli
í lífsbaráttunni, kunna að lokum
að verða óþörf, þannig að það
saki ekki, að maðurinn losi sig
við þau. Frávik, sem áður voru
numin burt, kann nú að vera
hægt að gera óskaðleg og þolan-
leg.
Minnkandi vöxtur líkamshár-
anna er dæmi um þess háttar
breytingu, sem átti sér stað
snemma og kann auðveldlega að
halda áfram í framtíðinni. Mað-
urinn er eina spendýrið, sem eigi
hefur þykkan feld líkamshára.
Skalli er jafnvel orðinn næstum
eðlilegur meðal miðaldra manna,
og það er ekki sjaldan, að hann
byrjar hjá ungum karlmönnum,
rétt eftir að þeir verða full-
þroska.
Snemma á þróunarferli manns-
ins sköpuðu tilfinningar, sem
fatnaður, húsaskjól og notkun
elds, umhverfi, þar sem líkams-
hár hætti að verða nauðsynlegt til
þess að halda velli í lífsbarátt-
unni, líkt og það kynni að hafa
haft í óblíðu loftslagi. Þar sem
mikill hárvöxtur á höfði eða
líkama yfirleitt er ekki lengur
nauðsynlegur, kunna stökkbreyt-
ingar, sem leiða af sér vaxandi
hármissi, auðveldlegar að eiga
sér stað i framtíðinni.
Sem annað dæmi mætti nefna,
að sjón- og heyrnargallar eru nú
gerðir skaðlausir með notkun
hjálpartækja, sem leyfa notend-
um að gegna störfum sinum á
þann hátt, að gallar þessir verða
ekki til þess að hindra þá i að
halda velli í lífsbaráttunni og
auka kyn sitt. Þar að auki getur
sérhæfing nútímalifs séð ein-
staklingum þessum fyrir sérstök-
um stöðum í atvinnulífinu, þar
sem gallar þeirra eru þeim ekki
til neinnar hindrunar.
Nýjustu lyfjum og skurðlækn-
ingatækni, sem er einn þáttur