Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 124
132
ÚRVAL
fram, og sami bókstafurinn væri
borinn mismunandi fram eftir
því, í hvaða orði hann væri. Síð-
an kvað hann upp þann úrskurð,
að tungumál Malagasyanna skyldi
eftirleiðis ritað með latnesku
stafrófi, nota skyldi enska sam-
hljóða og franska sérhljóða, og
skyldi sérhver stafur ætíð vera
borinn fram á nákvæmlega sama
hátt. Af þessum ástæðum er
Malagasy-mál nútímans mjög
greinilegt, auðskiljanlegt og auð-
læranlegt tungumál. Það er klið-
mjúkt og þýtt og er stundum kall-
að „ítalska Indlandshafsins“. Það
er auðugt að skáldlegum orða-
tiltækjum. Sólin er til dæmis
„auga dagsins" og býflugan „móð-
ir hunangsins“.
Radama dó árið 1828, aðeins
35 ára að aldri, úttaugaður af
völdum hernaðar, áfengis og
kvenna. Hann var grafinn með
12 uppáhaldsstríðsfákunum sin-
um og 80 einkennisbúningum,
sem voru klæðskerasaumaðir i
Lundúnum. 20.000 uxum var
slátrað til þess að seðja þá, er
þátt tóku i jarðarför hans.
I kapphlaupi 19. aldarinnar um
nýlendur háðu Bretland og
Frakkland harða baráttu um yfir-
ráð eyjarinnar. Árið 1890 sömdu
þau að lokum: Bretland mátti
fá Zanzibar, en Frakkland Mad-
agascar. Frakkar sendu mikið
herlið til þess að taka eyna árið
1895. Andspyrnan var máttlítil.
Frakkar leyfðu drottningu nokk-
urri að ráða ríkjum að nafni til
1 tvö ár. Síðan afnámu þeir kon-
ungdæmið og gerðu eyna að ný-
lendu.
Austurströnd Madagascar er
frjósöm og gróðurmikil. Þar er
raunverulegur hitabeltisgróður,
þar sem kryddjurtir og ávextir
vaxa. Við ströndina eru lón full
af fiski og hvítir sandar i skugga
pálmatrjánna. Regnið er ofboðs-
legt, um 140 þumlungar á ári.
Lífsbaráttan er auðveld, ef til
vill of auðveld, þar eð framtaks-
semin lognast út af.
Eyðimörkin og hrjóstugu svæð-
in i suðri og suðvestri eru mjög
ólík svæðum þessum. Þar eru
slíkir þurrkar, að konur ganga
oft margar mílur vegar til þess
að sækja vatn í kerum, sem þær
bera á höfði sér. Fáar nytjajurtir
vaxa þar. Lifsbaráttan er hörð
og lífið frumstætt.
Þriðja svæðið, hið heilnæma
hálendi, er hjarta Madagascar.
Þar eru beztu skólarnir, flestar
kirkjurnar (ein kirkja mótmæl-
enda og ein kirkja kaþólskra í
næstum hverju þorpi), bezt
menntaða fólkið, sem er mjög
framfarasinnað, og gott vega-
kerfi. Þar er höfuðborgin Tan-
anarive, sem hjúfrar sig á mörg-