Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 175
SÍfíA S Tl S TEINALDA RMA Ð URINN
183
deyja „heima“, sem sérhverjum
Indíána er í blóð borin, mundi
valda ógleði Ishis. Að ráði þeirra
voru nú allar venjulegar reglu-
gerðir þverbrotnar; sólríkasta
herbergið í byggingunni rýmt að
öllum safnmunum og Ishi fluttur
þangað. Dr. Pope heimsótti hann
oft á dag, en Warburton annað-
ist hann að öllu leyti af slikri
nákvæmni, að engin hjúkrunar-
kona gat betur gert. Að beiðni
Kroebers prófessors, var hon-
um reglulega tilkynnt allt varð-
andi líðan Ishis og sjálfur skrif-
aði hann Ishi tvisvar eða þrisvar
i hverri viku og sendi honum
smágjafir — svo Ishi stóð þann-
ig í stöðugu sambandi við „höfð-
ingjann mikla“.
Ishi tók ör.lögum sínum með
frábærri stillingu; barðist við
sjúkdóminn samkvæmt fyrirmæl-
um og ráðleggingum vinar síns
dr. Pope, á meðan hann mátti,
en tók undanhaldi og ósigri með
virðulegri ró og gerði allt, sem
honum var unnt, til þess að hann
yrði vinum sínum til sem
minnstra óþæginda. Hann lézt
25. marz 1916, og sat dr. Pope við
dánarbeð hans unz yfir lauk.
Ishi dó i trú feðra sinna; enda
þótt hann hefði haft kynni af
kristinni trú og þætti hún 1 senn
fögur og sannfærandi, var hann
þess alltaf fullviss, að Guð hvítra
manna léti sig Indíána engu
skipta, livorki lífs né liðna. Vin-
ir hans sáu um það, að hann var
búinn til hinztu ferðar heim
samkvæmt siðvenjum þeim, sem
tíðkazt höfðu með ættkvísl hans.
Honum var búin bálför, en einn
af bogum hans, fjórar örvar,
karfa með akarnmjöli, reyktó-
bakspungur, þrir hringir og
nokkrir smápeningar lagt í kistu
hans. Aska hans var síðan varð-
veitt í einfaldri, svartri leir-
krukku með áletruninni: „Ishi,
siðasti Yahia-Indíáninn, 1916“.
Það kom í ljós eftir andlát
hans, að hann hafði látið eftir sig
520 dollara, sem hann hafði spar-
að saman af launum sínum. Þar
sem hann átti ekki neina erf-
ingja, krafðist hið opinbera helm-
ingsins, en af því, sem eftir var,
260% dollar, var stofnaður sjóð-
ur til eflingar læknavísindum og
rannsóknum í læknadeild háskól-
ans og ber sjóður sá nafn hans.
„Þannig kvaddi síðasti villti
Indíáninn í Ameríku lífið, ótta-
laus og með karlmennskuró“, rit-
aði dr. Pope að honum látnum.
„Með honum lauk kafla í sögunni.
Hann leit á okkur sem börn —
snjöll og hugkvæm börn, en ó-
þroskuð hvað vísdóm og skap-
höfn snerti. Við vitum margt, en
margt er þar líka blekking ein.