Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 141
FISKAR Á Þl'RRU LANDI
149
hreiðrarar. Þegar seiðið kemur
úr egginu, gætir faðirinn þess.
Detti seiðin út úr hreiðrinu, tek-
ur faðirinn þau í munn sér, blæs
bólu utan rnn þau og ýtir þeim
aftur upp i sína votu vöggu.
Völundarhúsfiskar eru merki-
legir að öðru leyti — sumir eru
jafnt heima á þurru landi og í
tjörnum og ám. Merkastir þeirra
eru snákhausinn og klifuraborr-
inn, sem ferðast um á þurru
landi og hundsar með öllu þann
gamla málshátt, að einliver sé
bjargarlaus eins og „fiskur á
þurru landi“. Snákhausinn ferð-
ast í leit að æti, en klifuraborrinn
tekur sér ferð á hendur í hvert
sinn, er hann langar að finna
nýjan stað til að búa á.
Snákhausar eru mikilvæg fæða
í Austurlöndum. Bæði er fiskur-
inn af þeim ágætur matur, og í
annan stað gerir sú hæfni þeirra,
að geta lifað lengi á þurru, það
að verkum, að þeir fást ferskir
í löndum, þar sem frysting er
óþekkt. Snákhausar geta lifað á
þurru mánuðum saman, svo
fremi roðið á þeim haldist rakt
og þcir séu vel feitir.
Oftast eru snákhausar veiddir
í net, sem dregið er eftir botn-
inum, en í Síam eru þeir veiddir
með hnifum. Á þeim árstímum,
er tjarnir og lækir þorna, grafa
þeir sig djúpt niður i leðjuna
og bíða þolinmóðir eftir regni.
Fiskimennirnir þurfa þá ekki
annað en vaða út i leðjuna, skera
hana burt i lögum og hirða fisk-
ana.
Útbúnir framstandandi neðra-
skolti, stórum munni og ágætri
matarlyst, nærast snákhausar á
froskum, skordýrum og snák-
um, en kjósa þó helzt aðra fiska
sér til matar. Þegar þeir hafa
gert út af við alla aðra fiska í
tjörn, leggja þeir land undir ugga
og halda til annars vatns. Vegna
hæfileikans til að ferðast á landi
og þess skaða, sem þeir gera
með fjöldaferðum sínum, eru
snákhausar, þrátt fyrir matar-
gildið, plága á mörgum stöðum.
En þó voru þeir af ásettu ráði
fluttir til Japan, þar sem þeir
hafa nálega útrýmt mörgum teg-
undum innfæddra fiska. Þetta er
dæmi um þau mistök, sem mann-
inum verða oft á, þegar hann
flytur dýr í ný lönd. Á Indlandi,
þar sem fiskur er ræktaður 1 til-
búnum tjörnum, eru hafðar lág-
ar girðingar umhverfis þær til
að hindra árásir hungraðra snák-
hausa.
Þegar sjóliðsforingi í danska
flotanum hedmsótti Indland árið
1791 og skýrði frá þvi, að hann
hefði séð fisk klifrandi upp í
pálmatré, trúði lionum enginn.
Nú vitum við, að þessi sjómaður