Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 58
66
UR VAL
er það vitað, að sumir losna við
galla þennan með aldrinum, og
þjást því færri fullorðnir en
börn af stami. Ung börn stama
venjulega um tíma, en yfirleitt
stendur það tímabil aðeins stutt.
Stam virðist vera ættgengt. Að
nýlegri rannsókn lo>kinni, sem
dr. D. A. Barbara sá um, tilkynnti
læknirinn, að í þriðja bverju til-
felli væri um ættgengi að ræða,
þ.e. í 33% allra tilfella, en hvað
þá snerti, sem ekki stömuðu, var
aðeins um það að ræða í 9%
tilfella þeirra, að einhverjir ætt-
ingjar þeirra stömuðu. Hlutfalls-
tala þeirra, sem stama, er einnig
tiltölulega há á meðal tvíbura
og fyrirrennara þeirra. Hlut-
fallslega fleiri eru örvhendir á
meðal þeirra, sem stama, en
hinna. Þar að auki þjást þeir, sem
stama, oft af miklu öryggisleysi
eða vanmáttarkennd í ríkum
mæli og eiga erfitt með að sam-
ræma beitingu vöðvanna.
Að lokum hafa svo vísinda-
menn uppgötvað, að flest það
fólk, sem þjáist af stami, finnur
ekki til þessa málgalla við viss-
ar aðstæður. Það getur talað al-
veg eðlilega, þegar það er eitt
eða þegar það talar við dýr eða
vini sína. Einnig hefur það kom-
ið fram, að minna er um stam,
þegar sama greinin er lesin æ
ofan í æ og þegar lesið er eða
sungið í kór.
Sérfræðingar á þessu sviði
álíta, að stam sé líkamleg tján-
ing persónuleikagalla, sem að
baki býr. Þeir líkja staminu
við „hjálparbeiðni“, sem rekja
megi til ótta, þenslu og kvíða,
sem ekki hefur verið ráðin bót
á. Ef slíkt leiðir til annarra ein-
kenna hjá sumum, t.d. magasárs,
drykkjuskapar, taugaveiklunar
eða naglabits, þá leiðir slikt til
stams hjá manni, sem hættir til
að vera málstirður eða málhaltur.
Nútíma sjúkdómsgreining
stamsins leggur áherzlu á, að
taugakerfi sumra manna hættir
til þess að bila á einhvern hátt,
ef um sérstakt álag á það er að
ræða.
Súmir fylgjendur þessara skoð-
ana hafa síðan komið fram með
eitt afbrigði þeirra, en samkvæmt
því rekja þeir stamið til yfirráða
heilans. Þessi skoðun setur stam
í samband við notkun vinstri
handar, þ. e. vegna þess að eðli-
lega örvhend börn, sem eru
neydd til þess að nota frekar
hægri höndina, byrja þá oft að
stama um leið. En mörgum sér-
fræðingum finnst, að slík skoðun
skýri ekki nægjanlega vel stam
þeirra, sem ekki eru örvhendir,
eða þá þeirra, sem eru örvhendir
og voru aldrei neyddir til þess