Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 82
90
ÚR VAL
liði sínu en hebresku spámenn-
irnir, enda þótt hann gæti eklci
stutt ályktanir sínar með skír-
skotun til æðri máttarvalda.
Grisku guSirnir voru að visu
fagrir og töfrandi, en þeir voru
líka eigingjarnir og ofstopafull-
ir, og þeim hefði aldrei komið til
hugar að leggja mönnum lífsregl-
ur á borð við boðorðin tíu. Plató
var hættur að trúa á þá og var
farinn að tala um að til væri að-
eins einn guð. En hann var þeirr-
ar skoðunar, að þessi guð réði
ekki hegðun mannanna. Hann
varð því að finna ákveðnar hegð-
unarreglur, og einnig rökstuðn-
ing fyrir þvi, hvers vegna menn
ættu að fara eftir þeim.
Honnm hefði aldrei tekizt
þetta, ef hann hefði ekki kynnzt
Sókratesi, spámanni rökfræðinn-
ar, boðbera heilbrigðrar skyn-
semi. Þegar fundum þeirra bar
saman, var Plató um tvítugt og
orðinn talsvert þekktur sem
skáld, en það urðu þáttaskil i
lífi hans, þegar hann hafði rætt
nokkrum sinnum við Sókrates
um hve gífurlega þýðingu það
hefði að hugsa rökrétt og að
nota orð, sem hefðu skýra merk-
ingu. Plató lét það verða sitt
fyrsta verk að eyðileggja kvæði
sin.
Plató var nemandi og vinur
Sókratesar þar til spekingurinn
dó. Hann var einn þeirra ungu
manna, sem oftast kom á við-
ræðufundina með Sókratesi, til
þess að rökræða um einhverja
mikilsverða hugmynd. Vináttan
við Sókrates hafði mikil áhrif á
ritverk Platós, og hann samdi
næstum öll verk sín í viðræðu-
formi, þar sem persóna Sókra-
tesar fór með aðalhlutverkið.
Sókrates hafði sjálfur glímt við
það vandamál, hvað væri
„dyggð“, og hann hafði velt því
fyrir sér, hvers vegna menn ættu
að vera góðir. Og hann hafði
komizt að þeirri niðurstöðu, að
manngæzkan væri elckert annað
en uppfrædd og vandlega álykt-
uð hegðun. Ef maður ætti um
tvennt að velja, og gerþekkti all-
ar aðstæður, mundi hann áreið-
anlega velja hið rétta. Þessi kenn-
ing Sókratesar veitti í fyrsta
skipti hverjum einstaklingi
æðstu völd í siðferðilegum efn-
um. Það var einstæð bylting í
sögu mannkynsins.
Og Plató hélt henni áfram.
Góð breytni er ekki aðeins
skynsamleg, sagði hann, heldur
er lika sá maður góður, sem læt-
ur stjórnast af skynsemi sinni.
Það var engin vísindaleg sálfræði
til á dögum Platós, og því varð
hann að búa hana til. Og sálfræði
hans var svo snjöll, að hún hélt
velli i tvö þúsund ár. Hann seg-