Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 171
SÍÐASTI STEIXALI)AHMAI)UIÍINN f 179
örvar, úr sama efni og með sömn
tækjum og hann. Áhugi safngcst-
anna og hagleikur Ishis varð til
þess aS safniS varS brátt uppi-
skroppa af tinnu, fjalla-álmi og
dýrasinum, því aS þetta hráefni
varS aS vera nákvæmlega valiS;
tinnan varS til dæmis aS hafa
vissa hörku, annars var hún ó-
nothæf.
Ishi var ófús að gagnrýna hvíta
manninn og menningu hans.
dáðist að fjölbreytnjnni og tækn-
inni, og þó einkum allsnægt-
unum, sem einkenndi heiin
hvíta mannsins; hann dáðist að
verklegri hugkvæmni hans og
snilli — en fannst hvíti maður-
inn að öðru leyti barnalegur og
óþroskaSur hvaS skaphöfn snerti,
og gera sér harla ófullkomna
grein fyrir dularmætti náttúrunn-
ar og hinum voldugu öflum allt
í kringum sig.
Þvi fannst Ishi sem hvíti mað-
urinn nálgaðist helzt uppruna
sinn þegar hann fór á veiðar,
enda þótt hann veiddi ekki af
nauðsyn, og mikið skorti á aS
hann kynni þá iþrótt til hlítar,
en þó fyrst og fremst að hann
tæki hana nógu alvarlega. Þeir,
sem áttu þess kost að fara með
Ishi á veiSar, komust að raun
um, að hann tók þær aldrei sem
leik, og að þá var sem hann kæm-
ist í óskiljanlegt samband við
umhverfið og hverja lifandi
skepnu í nánd við sig. Hljótt, sem
skuggi, smaug hann um kjarr og
runna, skynjaði nálægð veiði-
dýrsins og allar hreyfingar þess
og þolinmæði hans var óseigjan-
leg, þegar hann beitti það brögð-
um, unz liann loks komst í færi
við það. Hann hafði hijóð eflir
hverju villtu dýri og hverjum
fugli að heita rnátti, og beitti
þcirri iþrótt af ótrúlegri leikni i
sambandi við veiðarnar.
Ferð um fornar slóðir.
VoriS 1914 fóru þcir Ishi, Wat-
erman, Kroeber, dr. Pope og
ellefu ára sonur hans, í ferða-
lag um fjalllendið, þar sem Yahi-
kynkvislin hafði forðum átt
heimkynni. Ishi var lengi ófús til
fararinnar — andar myrtra ætí-
manna hans voru á sveimi á
þessum slóðum, aS hann taldi,
en ekki vildi hann þó hafa orð á
því, heldur taldi hann öll vand-
kvæði á að hvitir me-nn gætu
ferðazt þarna um, þar eð gil og
gljúfur mundu þeim ófær, og
ekki gætu þeir heldur notið þarna
neinna þeirra þæginda, sem þeim
væru nauðsynleg. Þegar hvítu
mennirnir, vinir hans, hröktu
allar slíkar mótbárur, lét hann
loks til leiðast.
Fyrsta áfangann fóru þeir fé-
lagar með járnbrautarlest, en