Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 43
TÝND fíORG OFAR SKÝJUM
51
og gáfaðir. Karlmennirnir eru
smærri vexti en Indíánar yfir-
leitt. Andlitsdrættir Ijeirra eru
svo fínlega mótaðir, að slíkt má
telja kennimerki Indíána þess-
ara. Þeir eru ötulir bændur, sem
vinna mikið, enda einna auðug-
astir allra Indíána í vestanverS-
um Bandaríkjunum.
Acoma er nú veturaðsetursstaS-
ur ættbálksins, en sumarbýli
þeirra eru í Acomita um 15 mílur
i burtu, bar sem þeir stunda
jarCrækt. En himnabærinn er
eun hið hjartfólgna heimili allra
Acomite-Indiána.
Á hverju heimili í Acoma er
venjulega ein stór dagstofa, sem
i er opið eldstæSi til upphitunar
og eldunar, en úti fyrir dyrum
er ofn, sem soSiS er í korn. Kon-
urnar vinna enn flest störfin á
heimilinu, þar á meSal annast
þær vatnsburS, múrhúSun og
hleSslu múrsteina.
Maturinn á heimilum Acomite-
Indiána er enn borinn fram á
fornan hátt. MeSlimir fjölskyld-
unnar sitja á hækjum sér i hring
og borSa sínar chile-baunir og
kjöt. Við vinnu sína klæðast
karlmennirnir nýtízku samfest-
ingum og skyrtum, en konurnar
klæSast síöum kjólum og bera
sjöl yfir höföi sér.
GreftrunarsiSi Acomite-Indí-
úna má rekja aftur til grárrar
forneskju. Þegar einhver úr ætt-
bálknum deyr, verSur aS grafa
hann innan sólarhrings. Karl-
menn mega einir taka þátt í at-
höfninni, aS undanskildu því, aS
kona má bera ker það meS vatni,
sem er brotið yfir gröfinni. Líkið
er vafið í ábreiðu og grafið þann-
ig, að höfuðið snúi til austurs.
Öllum húsum er lokað, á meðan
líkfylgdin fer um göturnar, og
ómurinn einn af leyndardóms-
fullu söngli, sem innan úr hús-
unum berst, gefur til kynna, að
þar sé fólk.
Dansarnir eru hinar frumstæð-
ustu siðvenjur þeirra. Mennirnir
klæðast þá búningum ættbálks-
ins, sem gengið hafa mann frá
manni lcynslóðum saman. Kon-
urnar eru klæddar sínu dýrasta
skarti með hvítar legghlífar, sem
girtar eru niður í Indíánailskó
úr dýraskinnum.
Einn dans getur staðið í fjór-
ar klukkustundir, og oft taka
áttræðir eða níræðir öldungar
þátt í honum án þess að stíga eitt
vixlspor við hljómfall trumb-
anna eða sleppa einu orði úr
söngvunum. Á hátiðisdögum sitja
Acomite-Indíánar fyrir utan
heimili sín og tala þar við
skemmtiferðamenn. Þeir eru
kurteisir og taka vel þessari
innrás í helgidóm þeirra.
En þegar síðasti hviti maður-