Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 147
DRAUGAR
155
sjó. Ein undantekning er vofa
Benjamíns Disraeli, forsætisráð-
herra á dögum Viktoríu drottn-
ingar, en hann var henni holl-
vinur og ráðgjafi. Vofan sást dag
einn fyrir skömmu síðan í Hug-
henden Manor, hinu gamla heim-
ili hans í Buckinghamshire. Dis-
raeli sást standa þar fyrir neðan
kjallarastigann meS skjalabunka
í hendi sér. Seinna sást hann
einnig á einni af efri hæðum
hússins.
Þessar þöglu, óáþreifanlegu
vofur munu vissulega líða um
forna stigu á dimmum vetrar-
nóttum, þegar HSur að endalok-
um þessa árs, hverjar svo sem
þær eru og hvar sem þær kunna
að dvelja. Sjáir þú ekki neitt,
kann það ef til vill að vera vegna
þess, að þú sért einn þeirra, sem
„aldrei sjá neitt“, því að það er
hugrakkur maður, sem lýsir því
skorinort yfir, að vofur séu ekki
til . . . einkum þarf hugrekki til
slíks við arincldinn um jólaleyt-
ið!
Lækningar á krabbameini árangursríkari
síðasta aldarfjórðung.
Skýrsla Krabbameinsfélags Bandaríkjanna hermir, að síðasta
aldarfjórðung hafi hlutfallstala þeirra, sem læknaðir voru af
krabbameini, aukizt úr einum af sjö upp i einn af hverjum
þremur sjúklingum.
Ástæður fyrir þessari framför eru einkum taldar tvær: 1)
Rannsóknir, sem leitt hafa til þess að fundizt hafa aðferðir til
að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi og lækna hann með upp-
skurði, geislum og lyfjum. 2) Almenn og sérhæfð fræðsla, sem
orðið hefur til þess, að fjöldi krabbameinstilfella hefur verið
greindur á byrjunarstigi, þegar auðveldar er að komast fyrir
sjúkdóminn.
E'F ÞÚ hefur ekki aðstöðu til að gera það, sem þig langar til að
gera, skaltu bara gera það, sem þú getur. Af engum verður krafizt
meira en það. Að gera það er að gera allt.