Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 75
HUNDRAÐ ÁRA VIÐ FULLA HEILSU
83
illinn til starfa aftur og olli vexti
kynfæra og eggja.
Þetta „yngingar“-hormón var
lengi vel aðeins álitið vera nokk-
urs konar vísindalegt furðufyrir-
brigði, þar eð skordýrin ein áttu
slíkan ódáinskirtil. En fyrir 3
árum tókst prófessor Carroll M.
Williams við Harvard-háskóla
að vinna áður óþekkt efni úr
vefjum nýfæddra rotta og spraut-
aði því síðan í skordýr, sem voru
tilbúin til þess að taka á sig
myndbreytingu. Það furðulega
gerðist, að efni þetta hafði ná-
kvæmlega sömu áhrif og áður-
nefnda skordýrahormónið, það
dró úr og seinkaði ellihrörnun-
inni.
í kjölfar þessa fylgdu margar
óvæntar uppgötvanir. Sams kon-
ar ellihrörnunar-andefni fannst
í beinum, lifur, vöðvum og
nýrnahettnavefjum kálfa. Síðan
fannst það í legköku (fylgju)
kvenna og að lokum í hálskirtl-
um (thymus-kirtlum) mannlegs
líkama.
Mikið starf er enn óunnið, áð-
ur en visindamennirnir komast
að því, hvort og hvernig efni
þetta tefur raunverulega elli-
hrörnun í æðri dýrum. En margs
konar tilraunir gefa til kynna,
að tilvera efnis þessa í ungviði
kunni að eiga mikilsverðu hlut-
verki að gegna, að því er snertir
græðslu sára. Sú staðreynd, að
mjög htið eða alls ekkert er um
það í gömlum dýrum, getur skýrt
það fyrirbrigði, að gömul dýr
búa yfir miklu minni hæfileika
til þess að framleiða nýjar frum-
ur í stað dauðra fruma og særðra
vefja.
Við ellihrörnunar-rannsóknar-
stöð borgarsjúkrahúsanna í
Baltimore hefur dr. Dietrich
Bodenstein til dæmis gripið til
geysilega nákvæmrar skurðtækni
til þess að græða saman unga og
aldraða kakkalakka, þ. e. gert
úr þeim nokkurs konar gervi-
Siamstvíbura (samvaxna tví-
bura). Ungur kakkalakki, sem
missir einn fótinn, getur venju-
lega látið sér vaxa algerlega nýj-
an fót mjög fljótlega. En að lok-
inni sinni síðustu myndbreyt-
ingu glata gamlir kakkalakkar
þessum hæfileika. En hvenær
sem dr. Bodenstein skar fót af
eldri helmingi Síamstvíbura
sinna, óx nýr fótur fljótt í stað-
inn. Yngingarhormón yngri tví-
burans hafði vakið að nýju end-
urnýjunarafl gamla kakkalakk-
ans.
Dr. McCay við Cornell-háskól-
ann liefur grætt saman rcttur á
svipaðan hátt. í slíkum tilfellum
fær eldri rohaii brátl unglegra
útlit. En það er enn þýðingar-
meira, að æviskeið hennar verð-