Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 113
FORNMINJAKÖNNUN
121
sem þær leiða í ljós, koma ekki
heim við frásagnir biblíunnar. í
eftirfarandi grein verður í stuttu
máli sagt frá nokkrum þeim
helztu fornminjafundum, sem
gerðir hafa verið síðasta manns-
aldurinn, og varpað hafa nýju
ljósi yfir frásagnir biblíunnar, og
verða þessir fundir flokkaðir, að
svo miklu leyti sem unnt er, í
sömu röð og viðkomandi frá-
sagnir eru skráðar í biblíunni, frá
fyrstu tíð fram að tímabili Nýja
testamentisins.
Þegar í fornöld fyrirfundust
hjá grískum rithöfundum endur-
sagnir af erfðakenningum hinna
gömlu Babylonbúa um sköpun
heimsins, og svipaði þeim í ein-
stökum atriðum svo til sköpunar-
sögunnar í 1. bók Móse, að ekki
varð um villzt; fyrst hafði allt
verið vatni hulið, en síðan hafði
það verið aðskilið, festing himins-
ins sett yfir jörðina, og sköpuð
sól, tungl og stjörnur til að ráða
árstíðum, en maðurinn verið sið-
asti þáttur sköpunarverksins.
Kirkjan lét sér nægja að fullyrða
að þarna gætti áhrifa frá bibli-
unni, beinna eða óbeinna; en eft-
ir því sem fleiri babylonskar
fleygletranir fundust, óumdeilan-
lega mjög fornar, var það ekki
lengur neinum vafa bundið, að
frásögn biblíunnar hafði orðið
fyrir beinum eða óbeinum áhrif-
um af babylonskum uppruna. Nú
orðið er það almennt viðurkennt,
að þessar frásagnir biblíunnar
hafi ekki sögulegt gildi, en gildi
þeirra Iiggi fyrst og fremst í hin-
um trúarlegu hugmyndum, sem
þar komi fram; loks sé það ekki
svipmótið með sögnum og erfða-
kenningum annarra þjóða, sein
hafi úrslitaþýðingu heldur ein-
mitt frávikið, sem hefur afstöðu
biblíunnar til sköpunarinnar Iiátt
yfir hugmyndir annarra þjóða,
hvað þetta snertir.
Mjög svipað er og að segja um
frásagnir biblíunnar af synda-
flóðinu i 1. Mósebók, 6—8; þar
er einnig um að ræða hliðstæðu
1 babylonskum arfsögnum. En
þær leiða fram á sjónarsviðið
hetju, sem að boði guðanna bygg-
ir skip, er rúmað gæti alls lconar
dýr, svo þau lifi af flóðið mikla,
og einnig er þar frá því sagt, að
hetjan sendi á flug ýmsa fugla til
að komast að raun um hvort
jörðin væri aftur orðin byggileg.
Samkvæmt frásögn biblíunnar
bjó Abraham, ættfaðir ísraels-
manna, upphaflega í Úr í Kaldeu,
en fluttist þaðan til Haran í
Mesopotamíu og loks þaðan til
þess lands, sem Guð hafði heitið
honum og afkomendum hans.
Ekki er við því að búast að nein-
ar verulegar fornminjar finnist
frá þessu frumskeiði þjóðarsög-