Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 60
ÓN Baldvinsson er
einn af minnisstæð-
ustu mönnum, sem ég
hef átt kynni við og
samstarf. Og þetta er
meira sannmæli, en almennt felst
1 orðunum. Jón Baldvinsson hef-
ur orðið mér skýrari í minni eft-
ir því, sem árin hafa liðið og
myndir annarra máðst. Það iíður
ekki á löngu, unz 24 ár eru liðin
frá andláti hans. Þó finnst mér
ég sjá hann fyrir mér jafnljós-
lifandi, eins og ég hefði kvatt
hann í gær, heyra rödd hans, sjá
fyrir mér glettið bros hans og
augnatillit.
Það mun sanni næst, að engir
tveir menn 3iti sama hlhtinn
sömu augum. Þaðan af siður
*ama manninn. Yera má, að sú
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
«JÓTfe
Baldvinsson
Eftir
séra Sigurð Einarsson.
mynd, sem ég varðveiti af Jóni
Baldvinssyni, sé öll önnur en sú,
er þeir menn gera, sem hann
þekktu betur, og viðsfjarri því,
sem vinir hans vildu kjósa varð-
veitta af honum. Hér segir frá
þvi einu, hvernig Jón varð mér
minnisstæður og gerir enga kröfu
til þess að vera gild lýsing á Jóni
Baldvinssyni og þaðan af síður
tæmandi.
Ég kynntist Jóni Baldvinssyni
ekki að nokkru marki fyrr en
síðustu 9 árin, sem hann lifði.
Það var veturinn 1929. Jón var þá
47 ára að aldri, (f. 1882), fullmót-
aður persónuleiki, hertur i
margri raun, og allmjög reyndur
orðinn á Alþingi og í almennri
félagsmálaforustu. Hann var
maður, sem maður byrjaði eng-