Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 44
52
ÚRVAL
inn er horfinn niður hamrastíg-
inn og dagur er að kvöldi kom-
inn, klifra þöglar verur upp á
húsaþökin og standa þar sem
steínrunnar í sóldýrkun sinni.
Ungir Indíánadrengir ganga
þegjandi i röðum inn í helga af-
kima til þess að hlusta á gömlu
mennina segja helgisögur ætt-
bálksins einu sinni enn. Konurn-
ar halda inn i hús sin og þora
ekki að nálgast hina helgu af-
kima. Hinir trúræknu klifra niS-
ur hamrana, niSur til hella, þar
sem helgitákn þeirra eru geymd,
til þess að hreinsast þar af saurg-
uninni, sem hinn heilagi arfur
þeirra hefur orðið fyrir af snert-
ingu við hvita manninn.
Acoma hefur enn að nýju snú-
ið aftur til sinnar furðulegu og
frumstæðu tilveru, því að týndi
himnabærinn berst á móti hinni
minnstu breytingu, og enginn
hvítur maöur mun nokkru sinni
geta skyggnzt inn i dulda leynd-
ardóma hans né grandskoðað
hjörtu íbúa hans.
Speki barnanna.
KONA sagði heimilislækni sínum þessa sögu: „Þér munið eftir
honum Bobby litla mínum. Hann hefur verið að þrábiðja mig um
lítinn bróður síðustu vikurnar. Hann viil fá hann í jólagjöf í ár,
og í dag var hann svo ákafur, að ég varð að segja honum, að þíað
væri ekki hægt að panta barn með aðeins tveggja mánaða fyrir-
vara, en ef til vill gæti hann fengið lítinn bróður svo sem að óri.
„Mamma, því segirðu aðra eins vitleysu", sagði hann, ,,þú veizt
ósköp vel, að þú hefur heyrt pabba segja það Þúsund sinnum, að ef
maður setti nógu marga menn að verki, væri hægt að ljúka öllum
verkum á miklu styttri tíma“.“
Þriggja ára drengur kom til móður sinnar á fæðingardeild og
gekk hart að henni um að segja sér, er hann sá hana gefa nýfæddu
barninu að sjúga, úr hvoru brjóstinu appelsínusafinn kæmi.
— Læknishendur, eftir F. Loomis.
Um sannleikann.
ÞETTA er undarlegt en satt, því að sannleikurinn er undarleg-
ur, undarlegri en skáldskapur. — Byron.