Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 56
64
ÚRVAL
drepa isbirni. í Kanada eru þeir
vernda?5ir á þeim grundvelli, að í
skjóli þeirra þrifist dýr, sem gef-
ur af sér verðmætan feld: heim-
skautarefurinn. En refur þessi
nýtur góðs af matarleifum bjarn-
arins.
Skömmu áður en Alaska
varð fylki í Bandaríkjunum
bar einn fulltrúinn þair fram
vissa beiðni við innanríkismála-
ráðuneytið. Hann benti á hina
miklu aukningu i bjarndýraveið-
um og bað um, að eitthvað væri
gert til bjargar þessari dýrateg-
und. Ef til vill verður hann bæn-
heyrður, því skrif hans hafa orð-
ið til að örva ýms félagasamtök
til að hyggja betur að hvítabirn-
inum og fleiri sjódýrum, sem eru
hætt komin vegna ásælni manns-
ins.
Var Pílatus fæddur í Englandi?
ÞVl er haldið fram, að Pontíus Pílatus hafi verið fæddur i
Fortingal í Perthshire í Englandi. Faðir hans hafi verið sendur
þangað í stjórnmálalega sendiför til höfðingja nokkurs, er nefndur
er Metellanus. — 1 Fortingal vex ýviður, sem sagður er vera 3000
ára gamall. Er meira að segja fullyrt, að hann sé elzta lifandi
vera í Evrópu. Það vekur undrun, þegar hugsað er um það, að
er Pílatus fæddist, var tré þetta þegar orðið þúsund ára gamalt.
•— English Digest.
Ný eldfjöll.
VÍSINDAMENN TELJA, að eldgos séu eitt þeirra fyrirbæra,
er séu að hverfa, þegar yfir heildina er litið. Nýjar gosstöðvar eru
þó í Mexíkó, hið nýja eldfjall Parlchutin, og á Azoreyjum. 1 nánd
við Fayaley í Azoreyjum hófst eldgos á hafsbotni 1957. Vall hraun
upp úr hafsbotninum, unz komin var ný eyja, er hlaut nafnið
Ilha Nova, eða Nýjaey. Gos hefur haldið þarna áfram og Nýjaey
er orðin landföst. — New Science.