Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 131
MIGRAINE
139
svo sem málið var, sem um var
að ræða, yfirbugaðist hann af
migraine-verkjum.
Skrifstofustúlka á fertugsaldri,
sem einnig þjáðist af migraine,
sagði mér, að hún væri sérstak-
lega i uppnámi, þegar hún þyrfti
að taka einhverja ákvörðun eða
einhver breyting yrði á högum
hennar að hennar sjálfrar undir-
lagi, af þvi að hún heyrði alltaf
rödd innra með sér, sem hróp-
aði „gerðu það ekki“, þegar hún
hafði ákveðið að gera eitthvað,
sem henni sjálfri fannst mjög
eð’i'eat og sanngjarnt.
Við frekari rannsókn komumst
við að þvi, að þegar hún var á
barnsaldri, hafði móðir hennar
verið svo hrædd við þann mögu-
leika, að litla stúlkan gerði upp-
reisn gegn henni, að hún krafðist
af henni algerrar og skilyrðis-
lausrar hlýðni.
Telpan lét undan, því að það
var líkt og miðað væri á hana
skammbyssu, og ákvað, að hún
yrði tafarlaust að láta undan.
hvenær sem um ósamkomulag
yrði að ræða milli hennar og
móður liennar. Þessu hélt hún
áfram, þangað til hún gerði sér
grein fyrir þvi, er hún varð fuil-
orðin, að hún yrði að láta sinn
eigin vilja i Ijósi.
En þá mættu henni erfiðleikar.
Hún hafði alltaf verið því svo
vön, að láta undan móður sinni,
að hún gat ekki sjálf tekið á-
kvörðun, þegar á hólminn kom.
Vilji móðurinnar innra með
henni sjálfri var ósveigjanlegur.
Svo heili hennar gaf likaman-
um fyrirskipanir: „Þetta er of
mikið fyrir mig. Þú verður að
taka við“. Og mjigraine-veikin
byrjaði.
í grundvallareðli okkar viljum
við sjálf fara okkar eigin götur,
en hið gamla vald foreldranna,
sem lifir innra með okkur og
runnið hefur okkur í merg og
bein, þ. e. er orðið hluti af okkur
sjálfum, heldur enn þá velli og
ríkir yfir okkar eigin ákvörð-
unum. Hvorugt aflið vill víkja,
og þá heltekur migraine-veikin
okkur, vegna þess að engin önn-
ur lausn virðist möguleg.
Ég segi ekki, að þetta sé ein-
hlít skýring á orsök migraine-
veikinnar. En ég hef aldrei orðið
var við migraine-tilfelli, þar sem
þessi togstreita hefur eklci verið
þýðingarmesta atriðið.
Lausnin felst í algeru afnámi
foreldravaldsins innra með okk-
ur, sem orðið er hluti af okkur
sjálfum svo að segja. Annars mun
allt okkar eðli halda áfram að
vera á megnustu ringulreið.
Ef þú þjáist af migraine-höfuð-
verkjum, má líkja þér við mann,
sem býr i húsi, þar sem húseig-