Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 132
140
andinn skipar fyrir um alla þína
hegðun og ])ú nýtur einskis at-
hafnafrelsis.
Við verðum að gera okkur
grein fyrir hinu sanna eðli þess-
ara vandkvæða og bera kennsl
á og viðurkenna tilveru jiessa
foreldravalds innra með okkur,
sem leggur hömlur á allar okkar
áætlanir, vonir og ákvarðanir.
Þessir innri foreldrar eru ekki
lengur hinir raunverulegu for-
eldrar, heldur gerviverur ímynd-
unaraflsins, verur, sem við geym-
um innra með okkur af öllu afii
samvizkunnar.
Við verðum að muna, að þessi
innri yfirráð eru ekki rödd Guðs
eða samvizkunnar. Þau eru jafn-
vel ekki tengd hinum raunveru-
legu foreldrum eins og þau eru
núna. Við sjáum sjálf okkur í
foreldrunum, sem við þekktum,
þegar við vorum of ung og of
hrædd til þess að ganga nokkra
aðra braut en yfirráð þeirra huðu
okkur. Við sjálf höfnm tileinkað
ÚRVAL
okkur yfirráð þessa innri harð-
stjóra.
Eina rétta aðferðin, sem grípa
slcal til gegn þessum gerviharð-
stjóra innra með okkur, þessari
rangsnúnu samvizkukennd, er að
uppræta hann, þangað til hann á
ekki lengur hlutdeild í lífi okk-
ar. í stað þessara rangsnúnu og
yfirj)yrmandi innri yfirráða
verður að koma okkar eigin al-
menna skynsemi, okkar eigin
ákvarðanir og okkar eigin vizka.
Frekari lausn felst i því að
breyta um hin ósjálfráðu, 'vana-
bundnu viðbrögð. Við verðum að
neita að fara eftir jjeirri venju,
að láta verða óþyrmilegan árekst-
ur milli okkar innra sjálfs og
þessara innri annarlegu yfir-
ráða, og við verðum að vera und-
ir það búin að neita okkur um
hina ísmeygilegu uppbót sjálfs-
meðaumkunarinnar og örvænt-
ingarinnar, sem sigla í kjölfar
slíks óþyrmilegs áreksturs.
'■ ■ -■ ia/ Ujj. Æy jtA'
/ .' sT* ' vvt.
L AU S N á orðtökunum á bls. 2-þ
1. beita hörðu. — 2. hrjóta. — 3. láta ginnast. — 4. snúa á ein-
hvern. •— 5. vera voldugur. — 6. láta hart mæta hörðu. —• 7.
gefa höggstað á sér. — 8. færast of mikið í fang. — 9. Þagga
eitthvað niöur. — 10. missa ekki kjarkinn.