Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 64
72
Ú R V A I.
þingi. Þetta er í tvennum skiln-
ingi sannmæli. Jón var í óvenju-
legum mæili gildur maður til
lausnar hverjum vanda, sem hon-
um bar að höndum í forsæti,
fumlaus, réttsýnn, skjótur a‘ð s.já
við vanda, traustur til úrslcurða.
Og hann var gildur maður á vöxt,
sat bekk sinn svo, að þar var
ekki fleirum rúm, nokkuð þung-
ur, ekki hár til skrefs, var að-
sópsmeiri í sæti en á fæti, eins
og mælt var um Sverri konung.
Jón Baldvinsson hreyfði sig að
jafnaði hægt, var þó afrenndur
áð afli á yngri árum og afkasta-
maður á meðan hann vann þau
störf, er kröfðust líkamsorku.
Hann var glaður maður og óvíl-
inn, vildi halda til skemmtunar,
hafði gamanyrði einatt á reiðum
höndum, og þá helzt, er aðrir
voru úfnir og stuttullaðir. En
hann gat átt það til áð vera þögull
og hugall, þegar glaumur og gleði
glumruðu um hann, en heyrði
afbragðsvel og naut þess, sem var
að gerast, sennilega hvar, sem
hann var og hvernig, sem á stóð.
Verulegur hluti af styrk Jóns
Baldvinssonar lá í hæfileika hans
til djúprar samlifunar við yfir-
standandi augnablik og gleði yfir
því að vera virkur aðili að at-
burðum þess og framvindu. Þetta
viðbragð hans minnti mig oft á
snjöllustu formennina, sem ég
hef róið hjá, Erlend Árnason á
Gilsbakka og Magnús Vagnsson
á ísafirði. Það var eitthvað af
þessu formannseðli í Jóni Bald-
vinssyni, djúp innlifun í athöfn
augnabliksins með vakandi
spennu, sem gat nálgast drengja-
lega eftirvæntingu. Ég hygg, að
hann hafi sótt það bæði til for-
feðra sinna og æskureynzlu.
Hann hafði laundrjúga gleði af
lífinu og var engan veginn frá-
bitinn lystisemdum þess, en hóf-
semd og skyldurækni voru svo
sterkir þættir í eðli hans, að
hann neytti þeirra aðeins sér og
öðrum til fagnaðarauka, en ekki
hársbreidd þar fram yfir. Hann
hafði gaman af að ræða yfir glasi
af góðu víni að lokinni góðri
máltíð, gat þá ýmist verið glett-
inn og spaugsamur eða spakmáll
og djúpsær í ályktunum. Hann
hafði yndi af að renna fyrir lax
á sumrum, naut einveru og þagn-
ar úti í náttúrunni, fór þá gjarna
einn sér, en var manna glaðastur
í áfanga og við máltíðir og hrók-
ur alls fagnaðar. Hann kunni af-
bragðsvel að létta af sér dagleg-
um áhyggjum og arg'i, að því er
skynjað varð af háttsemi hans
og' tali, og þó er mér nær skapi
að ætla, að mikilsháttar viðfangs-
efni, sem hann liafði með hönd-
um, hafi nálega ekki vír hug hans
vikið, fyrr en hann hafði fundið