Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 42
50
URVAL
sig stöðugt í lifshættu. Er dagur
reis, höfðu þeir komizt upp á
brún og stóðu þar reiðubúnir
með hlaðna fallbyssu.
í samfleytt þrjá hlóðidrifna
sólarhringa varðist spænski
flokkurinn 200 hermönnum Indí-
ána. Klettarnir lituðust rauðir af
blóði, og enginn var ósærður.
En fjórða daginn gáfust hinir
stoltu Acomite-Indíánar upp.
Þetta var fyrsti og siðasti ósigur
þeirra.
Þeir tóku sjáifviljugir til að
iifa friðsömu lífi vegna góðrar
viðleitni munksins, Juans Rami-
rez, en kraftaverk hans eru skráð
í sögu San Esteban Rey kirkj-
unnar. Þegar þessi kirkjunnar
maður tilkynnti, að hann ætlaði
til Acoma, hvöttu aðrir munkar
hann til að þiggja aðstoð fylgd-
arliðs.
P Hann neitaði því og lagði al-
einn af stað fótgangandi um ó-
vinveitt héruð allt frá Santa Fe
til Acoma, en sú vegalengd er yfir
100 milur. Þegar hann tók að
nálgast leiðarenda, heyrði hann,
að stríðstrumbur Acomite-Indíán-
anna tóku að óma, og er hann
nálgaðist meir, sá hann, að hóp-
ur hermanna þeirra hafði safnazt
saman frammi á klettabrúninni.
Við rætur hamranna var hon-
um heilsað með örvadrífu og
grjótskriðu. En hann tók að klífa
upp hamrana, ákveðinn i að deyja
sem píslarvottur. Og kraftaverkið
skeði, þegar hann komst undir
klettastall, sem hann gat leitað
skjóls undir.
Lítil telpa hallaði sér of iangt
út yfir hamrabrúnina og hrapaði.
Hún var dóttir ættarhöfðingja.
Indíánarnir voru vissir um, að
hún myndi hrapa til bana, og
tóku til að æpa að hinum ein-
mana munki og strengja þess heit
að hefna sín á honum. En þegar
hann birtist svo aftur á kletta-
sióðinni, mætti honum aðeins
grafarþögn, því að hann hélt á
litlu stúlkunni ómeiddri í örm-
um sér.
Indíánarnir krupu við fætur
honum, þvi að þetta var í sann-
leika kraftaverk. Munkurinn
ijóstraði því ekki upp fyrr en
mörgum árum siðar, að telpan
hafði fallið á klettasyllu, en fall-
ið næstum í ómegin um leið, og
hafði hann þá tekið hana í fang
sér. Hann breytti Acomite-Indí-
ánunum í friðsaman ættbálk og
blés þeim í brjóst guðsótta, sem
varð til þess, að þeir byggðu
dómkirkjuna, sem nú stendur
þarna sem minnismerki um trú
hans og hugrekki.
Hinn gamli Acomabær sýnir
enn þá engin merki hnignunar.
Indiánarnir, traustir að sjá eins
og bærinn þeirra, eru hraustir