Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 130
138
U R VA L
að migraine, heysótt, astma og
exem mynduSu til samans vel-
þekktan flokk s.júkdóma, sem
fólki af vissri líkamsbyggingu
hætti helzt til að fá.
Nú sætir þessi hugmynd mik-
illi gagnrýni. Margir þeir kvill-
ar, sem viS álitum vera háða
líkamsbyggingu eða arfgengi, þ.
e. þeir, sem viröast óhjákvæmi-
lega erfast frá einni kynslóð til
annarrar, reynast nú miklu síð-
ur vera arfgengir en háðir um-
hverfinu að uppruna sinum.
Auðvitað er um að ræða lík-
amlega þætti, sem áhrif hafa á
migraine-veikina, en viðbrögð til-
finningalegs eðlis virðast samt
vera miktu þýðingarmeiri, og
þessi sannindi flytja þeim nýja
von, sem kveljast af veiki þessari.
Það hefur það í för með sér,
að við erum luiin að finna lausn-
ina á migraine-veikinni, ef
okkur tekst að skilja og hafa
stjórn á hinum mótsagnakenndu
tilfinningum okkar.
í öðru lagi verðum við að
skilja eðli þess tilfinningalega á-
rekstrar, sem um er að ræða, þeg-
ar migraine er annars vegar. Það
eru tvö lamandi, gagnstæð öfl
sama persónuleika, sem rekast á,
og hvorugt þeirra vill víkja. Áhrif
þessa tilfinningalega afls eru svo
mikil, að tilfinningarnar virðast
æpa til líkamans: „Þetta er of
mikið fyrir mig. Þetta er meira
en ég get þolað. Þú verður að
taka við“.
Og þá byrja glampandi ljósin
að birtast, uppköstin hefjast, og
brátt er sjúklingurinn altekinn
hinum hræðilegu þjáningum mi-
graine-veikinnar.
Maður nokkur, sem árum sam-
an hafði verið fórnardýr mi-
graine-veikinnar, heimsótti mig
nýlega. Yið fórum að tala um
fortíð hans. Faðir hans var i-
mynd heiðarleika og strangleika
Viktoríutímabilsins, og móðir
hans var spegilmynd föður hans.
Þau voru bæði ímynd réttlætis-
kenndarinnar, og allt, sem var
i mótsögn við þau, var í augum
barns þeirra bölvað og útskúfað.
Og er hann var að verða full-
orðinn maður, fann hann, að
hvenær sem hann tók ákvörðun,
varð hún að vera í samræmi við
þá ímynd um mikilleika Viktoríu-
timabilsins, sem greypt var i til-
finningalíf hans.
Hans innri maður krafðist
ævintýra, nýrra hugmynda,
krafðist þess að varpa af sér
hlekkjum þeim, sem bundu hann
við bernskuna, en í hvert sinn er
hann reyndi að fullnægja þessum
óskum sínum, var sem hann stæði
augliti til auglits við reiði sjálfs
Guðs. Þegar þessi innri tog-
streita náði vissu hámarki, hvert