Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 55
KONUNGUR ÍSHAFSINS
63
aldrei dýfingarlistir sínar nema
áhorfendur séu til staSar. Björn
einn í dýragarðinum i London
setur sig jafnan í virðulegar stell-
ingar, þegar einhver sést koma
með myndavél.
En innilokaðir birnir eiga líka
til aðra hlið. Þeir geta veriS stór-
hættulegir, eins og eftirfarandi
dæmi sýnir: Tveir ungir sjómenn
heimsóttu Central-Park-dýra-
garSinn i New York ásamt vin-
stúlkum sínum. Þetta var að
morgni dags. Þau klifruðu yfir
þriggja-feta háar grindur til að
komast nær búri hvítabjarnanna,
hjónanna Soc og Cony. Þannig
stóð á, að báðir birnirnir sváfu
værðarlega.
Með flauti og öðrum hávaða
tókst gestunum að vekja Soc,
þennan gríðarlega stóra björn.
Annar sjómaðurinn steig upp á
lágan stöpul en þaÖan gat hann
smeygt hendinni milli rimla og
veifaði húfunni sinni að dýrinu.
Soc sveiflaði loppunni og sló húf-
una inn í búrið til sín. Önnur
stúlknanna stakk þá handleggn-
um inn í húrið og veifaði hvit-
um vasaklút til að trufla björn-
inn meðan piltarnir reyndu að
ná húfunni með priki. Skyndi-
lega vatt Soc sér frá piltunum
og réðist á stúlkuna með klóm
og kjafti, og áður en nokkrum
vörnum varð við komiö hafði
hann rifið af henni handlegginn
við olnboga.
Öldum saman hefur það verið
venja flestra, sem ferðast um
norðurhöf að drepa alla þá hvíta-
birni, sem tækifæri gafst til. En
sakir þess, hve björninn er var
um sig, hefur hann lifað af ásólcn
mannsins. En nú, þegar til sög-
unnar eru komnar flugvélar,
hraöskreiðir bátar og langdrægar
byssur, er þessi konungur íshafs-
ins í mikilli hættu. Fræðimenn
telja, að til muni vera í heimin-
um nálægt 25 þúsund hvítabirnir.
Erfiðleikarnir við að friða
hann liggja aðallega í því, hversu
Norður-íshafið telst til margra
ríkja, og afstaðan til bjarnarins
er jafnmargvisleg og þessar þjóð-
ir eru margar. Enn er honum
ekki veitt nein vernd innan
þriggja mílnanna.
íbúar Noregs mega eyöa honum
án þess að við því séu sett nokkur
takmörk. Sama máli gegnir viðast
hvar í Grænlandi. Þeirri afsök-
un er kastað fram, að hann spilli
mjög selveiðum. (Innan sviga má
benda á aðra ástæðu: Dýragarð-
arnir bjóða 500 dali fyrir lifandi
hún, og ferðamenn gefa 200 dali
fyrir feldina). í Alaska er gest-
komandi veiðimönnum aðeins
leyft að skjóta einn björn. í
Sovétríkjunum er bannað að