Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 33
UNDUR ÓtíRA VINDA
41
valdið miklu tjóni. Við þann
hraða er þrýstingur stormsins 67
pund á hvert ferfet.
Orkan, sem fellibylur leysir úr
læðingi, er gífurleg. Jafnvel með-
alsterkur fellibylur getur orsakað
feiknmikla rigningu. Fellibylur,
sem fór yfir Puerto Rico, kom
af stað óskaplegri rigningu innan
fárra klukkustunda. Vatnsmagnið
var talið hafa numið 2% þúsund
milljónum lesta, en hefur senni-
lega verið meira. Meðalfellibyl-
ur framleiðir um 20 þúsund
milijónir lesta af regnvatni á 24
klukkustundum. Só miðað við
dulda hitaorku samsvarar þetta
sprengikrafti hálfrar milljónar
kjarnorkusprengja.
Sem betur fer hefur þessari
gífurlegu orku ekki verið breytt
í vopn gegn mannkyninu. Eins
og áður er sagt, er fellibylurinn
ekki eins hættulegur og hvirfil-
vindurinn. Á 35 ára tímabili á
þessari öld urðu hvirfilvindar 8
þúsund manns að bana í Banda-
rikjunum, en fellibyljir 5500. Þess
ber þó að geta í sambandi við
framangreindar tölur, að það er
miklu erfiðara að vara fólk við
yfirvofandi hvirfilvindi en felli-
byl, þvi að á síðari árum hefur
tekizt mun betur en áður að
fytgjast með ferðum fellibylja.
Fellibylurinn „Donna“ var t.d.
uppgötvaður um það leyti sem
hann var að myndast. Skýrt var
frá hvaða stefnu hann mundi
taka og borgir á því svæði þvi
við öllu húnar. Manntjón af völd-
um þessa mikla fellibyls varð
þvi ótrúlega lítið.
1 Bandaríkjunum hefur á síð-
ari árum verið tekinn upp sá sið-
ur, að nefna fellibylji kven-
mannsnöfnum, og hefur þessi að-
ferð reynzt svo vel, að jafnvel
bandaríska veðurstofan er farin
að notfæra sér hana. Hins vegar
hafa margar konur, ungar og
gamlar, sem hafa borið þessi
sömu nöfn, mótmælt jiessu harð-
lega, því að þeim hefur ofboðið
að sjá nöfn sín á forsíðum dag-
blaðanna tengd alls konar vafa-
sömu athæfi.
Fellibyljir heita ýmsum nöfn-
um eftir því hvar þeir geisa í
heiminum, en i augum veður-
fræðingsins eru þeir alltaf sama
fyrirbrigðið.
Löngu fyrir fund Ameríku
höfðu sæfarar komizt í kynni við
fellibylji, og Kólumbus kynntist
líka fljótt ameríska afbrigðinu.
Hann lenti í einum slíkum felli-
byl í öðrum leiðangri sínum.
Honum blöskraði svo veðurofs-
inn að hann sagði, að „ekkert
nema þjónustan við guð og kon-
unginn gæti komið Iionum til að
að leggja sig í slíka hættu“.
Eftir þetta varaði hann sig á