Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 94
102
ÚR VAL
Ameríku en Evrópu. Þetta er a0
líkindum að einhverju leyti af-
leiðing þess, að í Evrópu áttu
einstaklingar lengstum stórar
jarðeignir og lendur og takmörk-
uðu dýraveiðar á þeim svæðum.
Einnig lítur út fyrir, að Ev-
rópumenn hafi verið þolinmóð-
ari gagnvart villidýrum eins og
úlfum og björnum en amerísku
landnemarnir, sem vildu helzt
drepa öll þau dýr, sem ógnuðu
raunverulegum eða ímynduðum
hagsmunum þeirra. Stundum af-
sökuðu þeir vísundadráp með
því, að það væri nauðsynlegt
til að halda Indiánunum niðri,
og ýmsum minni tegundum þótti
þeim sjálfsagt að tortima, þar sem
þær stálu ávöxtum af trjánum
þeirra.
En því eru menn að gera sér
rellu út af Tasmaníu-úlfinum eða
indversku nashyrningunum eða
trönunum, sem eru til leiðinda
vegna vælsins í þeim? Er ein-
hver eftirsjá að þessum dýrum?
Hér erum við komin inn á svið
siðfræðinnar. Valmennið Albert
Schweitzer segir i ævisögu sinni:
„Mesti gallinn við allá siðfræði
til þessa er sá, að hún hefur ekki
fengizt við önnur vandamál en
þau, sem snerta framferði mann-
anna innbyrðis.“
Á enginn hlutur tilverurétt
nema sá, sem mannfólkið hefur
eitthvað gott af? Maðurinn hugs-
ar að sjálfsögðu fyrst um sjálfan
sig og naúðþurftir sínar, en hon-
um er langt frá að vera nauð-
synlegt að halda uppi fjandskap
við allar hinar tegundirnar, sem
jörðina gista. Innst inni í hverj-
um manni blundar hvötin til að
vernda og viðhalda, enda þótt
það komi sjaldnast fram í hita
lífsbaráttunnar.
Náttúran er meistari marg-
breytileikans. Einn meiður þessa
margbreytileika er tegundin
maður, og lífsafkomu sina og
framtíð á hann undir því, að
fjölbreytnin i náttúrunnar riki
sé sem mest. Þess vegna erum
við smátt og smátt að vakna tii
meðvitundar um, að lausnarorðið
er ekki blint hagsmunastríð og
tortíming, heldur samvinna og
aðlöðun.
MlN AÐFERÐ til að gera að gamni minu er að segja sannleik-
ann. Það er skemmtilegasta gamansemi, sem til er.
— G. B. Shaw.