Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 18
ÚRVAL
20
])aS ekki líkt því eins úggvænlegt
og áSur. Ekki á meðan ég virti
Ken fyrir mér, þar sem hann sat i
gamla skrúfstólnum, hvíldi fæt-
urna á skrifborSsbrúninni og
spennti greipar aS hnakka sér;
sagði fátt, en hlustaði . . . og tók
þátt í áhyggjum minum.
Mér fannst sem ég yrði að votta
honum þakklæti mitt og einlægni.
„Ken“, sagði ég, „það er undra-
vert hve vel þér tekst að iétta
öðrum áhyggjurnar. Hvernig
ferðu eiginlega að því?“
Hann brosti hægt, og svo virt-
ist sem brosið hæfist í augum
hans. „Ég veit ekki“, svaraði
hann. „Ég er talsvert eldri en
þú“.
Ég hristi höfuðið. „Aldurinn
skiptir þar ekki neinu máli. Það
er þessi djúpa rósemi. Hvað
veitti þér hana?“
Hann virti mig fyrir sér um
hríð, eins og hann vildi ráða það
við sig, hvort hann ætti að skýra
mér frá einhverju. Loks opnaði
hann eina skrifborðsskúffuna og
tók upp úr henni litinn stoklc sem
hann setti á þerriblaðsundirlag-
ið á borðinu. „Sé eitlhvað til í
þessu, geri ég ráð fyrir að það
standi í sambandi við það, sem
er í þessum kassa . . .“
Ég beið. Klukkan á arinhill-
unni tifaði.
Ken seildist eftir einni af
gömlu reykjarpípunum sínum og
tók að troða í hana. „Hvað höfum
við þekkzt lengi? Tíu eða tólf
ár? Þessi stokkur og það sem
í honum er, á sér mun eldri for-
sögu. Það var fyrir rúmum þrjá-
tíu árum. Að mér sjálfum undan-
skildum, er Alma eina manneslcj-
an, sem veit hvað í stokknum er.
Raunar getur vel verið að hún
hafi gleymt því. Aftur á móti
kemur það fyrir enn, að ég skoða
í stokkinn".
Hann kveikti á eldspýtu, bar
logann að pípuhausnum og Ijós-
blár tóbaksreykurinn liðaðist
upp í rafljósabirtuna. „Það var
um 1920“, hóf Ken sögu sína og
rómur hans var fjarrænn. „Ég
var þá í New York, ung'ur maður,
og lánið lék við mig á allan hátt.
Það mátti nú segja. Ég græddi
á tá og fingri og eyddi öllu jafn-
harðan. Ég var hverjum manni
harðsnúnari, hvort heldur var í
hugsun eða við drykkju. Ég
kvæntist Ölmu fyrst og fremst
vegna þess að hún var falleg og
glæsilegasti kvenkostur, en ég
býst ekki við að ég hafi unnað
henni þá. Ég held að ég hafi ekki
einu sinni vitað þá, hvað ást er
•i raun og sannleika, Ég komst
víst það næst henni, að ég hafði
ótakmarkað dálæti — á sjálfum
mér“.
Ég starði á hann furðu lost-