Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 62
70
ÚR VAL
mig á fand Jóns Baldvinssonar og
bauð honum liðsinni mitt, ef Al-
þýðuflokkurinn þættist manna
þurfi.
Jón tók mér af engri aliið og
þó ekki óvingjarnlega. í orðum
hans var undirtónn af glettni.
scm gat verið tvíbend.
Þú munt nú varla una öðru,
en vera einhvers staðar í fram-
boði við næstu kosningar, sagði
hann, •— Alþýffuflokkurinn er
fátækur af álitlegum kjördæmum.
Er hann ekki lika fullfátækur af
álitlegum kjósendum? spurði ég.
L>aS vottaSi fyrir bliki af
glettni í augunum og Jón svaraSi
meS sömu ró:
Þeir mættu náttúrlega vera
fleiri. — Svo varS löng þögn,
nærri óþægilega löng, og hafSi
þau áhrif, sem ,Tón efalaust hef-
ur ætiazt ti1, aS neySa mig til aS
taka fyrri til máls. Ég sagði eitt-
hvaS á þessa leiS:
ÞiS getið kannski ekki notað
þá úr öðrum flokkum, jafnvel
ekki til aS gefa Alþýðuflokknum
atkvæSi? Þú afsakar, aS ég veit
ekki hve strangvandlátir þið eruS
í AlþýSuflokknum um öflun fylg-
is; viS vorum ekki svona hör-
undssárir fyrir vestan.
Þá hló .Tón Baldvinsson hátt
og bjartanlega, varð allt í einu
annar maSur. Hann tók aS rabba
viS mig af áhuga, segja mér deili
á forustumönnum flokksins og
aðkallandi viSfangsefnum. ÞaS
var ákveðið, aS ég kæmi á fund í
JafnaSarmannafélagi fslands og
bæSist inntöku. Tveim árum síS-
ar var ég kjörinn formaSur fé-
lagsins og var það næstu ár. Ég
held að Jóni hafi ekki verið það
allskostar aS skapi, því sá sem
féli fyrir mér var miklu fjölhæf-
ari samverkamaður. Úr því varð
samstarf okkar Jóns Baldvins-
sonar allnáið.
II.
Jón Baldvinsson var fríður
maður sýnum, karlmannlegur og
þó mildur á svip, einarðlegur og
bjartur yfirlitum. Hann var að
eíðlisfari óhlutsamur og nokk-
uð dulur, geðríkur og tilfinninga-
næmur undir rólegu hæglætis-
fasi og ráðgjarn ef mál kom ti!
hans kasta, en kunni svo vel aS
stjórna skapi sínu og' skynja skap
annarra manna, að hann varð
mestur málamiðlunarsnillingur,
þeirra, sem ég hef kynnzt i ís-
lenzkum stjórnmálum. Hann var
hvassgreindur og djúpsettur
ráðagerðamaSur. Greind hans
lýsti sér einkum scm hagkvæm
hyggindi, beindist að úrlausn,
niðurstöðu, jákvæðum árangri,
við þær ástæður, sem etja var,
hverjar svo sem voru. Og fund-
vísi hans á nýtar úrlausnir og
hagkvæmar niSurstöður var með