Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 84
92
Ú R V A L
sem við sjáum og þreifum á, séu
aðeins skuggar. Hann hélt þvi
meira að segja fram, að það beri
fremur að elska fegurðarhug-
myndina en fagra persónu — og
það er hinn rétti skilningur á
„platónskri ást“. En þess her að
geta, að Plató sjálfum var Ijóst,
að kenningin um raunveruleika
hugmyndanna gat leitt út í öfgar.
í hinu fræga riti sínu „Lýð-
veldið“, ræðir Plató um hvernig
skipulcggja beri ríki. Hrifning
hans af rökfræðinni kom honum
á þá skoðun, að úr því að góður
maður lúti strangri stjórn skyn-
seminnar, þá hljóti líka gott ríki
að lúta strangri stjórn skynsams
minnihluta.
Hann hugðist floklca borgar-
ana eftir kostum þeirra og hæfi-
leikum, og fá síðan úrvali góðra
manna völdin í hendur. Stjórn-
endurnir áttu að hafa her sér
til stuðnings. Þessi dyggðugu og
heimspekilega sinnuðu ofur-
menni, sem hann nefndi „vernd-
ara“, máttu ekki eiga neina sér-
eign, jafnvel eiginkonu sinni og
börnum urðu þau að deila með
öðrum. Kynmök skyldu fara
fram með ákveðnu millibili og
eftir kynbótareglum, líkt og á
sér stað með búfé. Börn, sem
getin voru á slíku tímabili, skyldu
kalla alla foreldrana móður sína
og föður sinn, og öll hin börnin
bræður sfna og systur. Og þar
sem börnin voru færð í ríkis-
skólana jafnskjótt og þau höfðu
verið vanin af brjósti, vissi eng-
inn hverjir foreldrar þeirra voru.
Höfðingjarnir átt'u að gæta
liknmshreysti sinnar með æfing-
um og sérstöku mataræði og and-
ann átti að þjálfa með stöðugri
fræðslu í rökfræði, stærðfræði
og háspeki. Það var ekki ætlun
Platós að allir borgarar ríkis-
ins færu eftir þessum reglnm,
heldur einungis yfirstéttin, svo
að hún gæti orðið sönn yfirstétt.
Þegar Plató var sextugur, hélt
hann til Sýrakúsu, þar sem
Dionysius yngri var nýlega orð-
inn einvaldsherra. Harðstjórinn
hafði beðið Plató um að kenna
sér hvernig stofna ætti fyrir-
myndarríki. Plató hóf starf sitt
vonglaður og bjartsýnn. Hann
ákvað að byrja kennsluna með
þvi að veita konunginum fræðslu
i flatarmálsfræði. Þegar konung-
urinn hefði lært að hugsa rök-
rétt, yrði auðveldur eftirleikur-
inn — glíman við hin pólitísku
vandamál. Ekki aðeins Dionysius
heldur og öll hirðin tók þessari
nýju dægrastyttingu tveim hönd-
um. Flatarmyndirnar voru dregn-
ar í sand, sem kastað var á
marmaragólfin, og varð höllin
brátt öll i rykkófi.
Dionysiusi féll vel við Plató