Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 106
114
URVAL
legt, að mótstaðan skuli ekki vera
meiri.
Hafi meginlönd Ameríku ver-
ið að hreyfast í vesturátt á þenn-
an hátt, œtti Atlantshafssprung-
an að vera að víkka og Kyrra-
hafssprungan að vera að þrengj-
ast, en þær virðast samt háðar
vera að víkka.
Þá skýtur sú skýring upp koll-
inum, að jörðin sé ekki óbreyt-
anleg að stærð, né sé hún að
dragast saman, heldur sé hún á
hinn bóginn að þenjast út. Og
þessi skýring virðist koma betur
heim við staðreyndirnar og skýra
þær betur.
Vaxandi sannanir eru fyrir
hendi um það, að málmkjarni
jarðarinnar sé að vaxa og að
léttara efni haldi áfram að hreyf-
ast út á við frá kjarnanum.
Nú er yfirleitt álitið, að allt
vatnið, sem nú er í núverandi
höfum, hafi þrýstst gegnum jarð-
skorpuna úr hinu seiga undirlagi
á fyrri jarðsögutimabilum, og
haldi þetta stöðugt áfram að ger-
ast enn þann dag í dag.
Hafi jörðin stöðugt verið að
þenjast út, hægt og hægt, síðan
hún fyrst varð hnöttur, og hafi
úthöfin haldizt svipuð að stærð
og í fyrstu, þá yrði að myndast
jarðskorpa til viðbótar þeárri,
sem fyrir er. Og þetta er aug-
sýnilega einmitt að gerast í mið-
úthafssprungunni endilangri, þ.
e. á um 64000 km löngu svæði.
Meginlöndin hefur þá með öðr-
um orðum ekki verið að „reka“
hvert frá öðru i hinni venjulegu
merkingu orðsins, heldur hefur
þeim verið ýtt hverju frá öðru
af stöðugri myndun nýrrar jarð-
skorpu á milli þeirra.
Sé um slílct að ræða, myndi það
skýra hinar óliku slóðir hinna
reikandi heimsskauta, sem rakt-
ar voru eftir hinum ýmsu meg-
inlöndum, en það gæfi auðvitað
til kynna, að meginlöndin, sem
hafa fjarlægzt hvert annað vegna
útþenslu jarðarinnar, hafi að
mestu leyti gert það, eftir að
þetta hugsaða heimsskautaflakk
átti sér stað.
í stað þeirrar myndar, sem við
höfum áður gert okkur af hinni
frumstæðu jörð, sem var í fyrstu
alþakin sjó, sem eldfjöll gægðust
síðan upp úr og tóku að mynda
visi að meginlöndum, um leið og
þau sjálf grófust sundur, er hugs-
anlegt, að jörðin hafi verið miklu
minni og upphaflega algerlega
þakin samfelldri granitskurn.
Þegar útþenslan hófst, hefur
skurn þessi svo brotnað og mynd-
að núverandi meginlönd.
Þegar útþenslan hélt áfram,
myndaðist ný jarðskorpa stöðugt
af efni, sem vall út um sprung-
una, en hún var samt úr ólíku