Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 78
86
ÚRVAL
kosti 4 ár.# Of þungir menn, sem
megruSu sig niSur í eðlilegan
þunga aldursfloklcs þeirra og
byggingarlags þeirra sjálfra,
virtust verða næstum eins lang-
lífir og þeir, sem aldrei höfSu
leyft sjálfum sér aS hlaSa á sig
of mikilli fitu.
Forðizt óþarfa geislun: Rann-
sóknir á mörgum dýrategundum
hafa sannaS, að jafnvel lítil eða
fátíð geislun hefur dregið ur
langlífi. Engar nákvæmar tölur
um áhrif geislunar á manninn
eru enn fyrir hendi. En hættan
er fyrir hendi, og því hefur
Bandaríska Læknafélagið (Ame-
rican Medical Association) og
Bandaríski GeislunarfræÖiskól-
inn (American College of Radio-
logy) varað við því, að fólk verði
fyrir geislun að óþörfu eða of
mikilli geislun. Með þessu er
ekki átt við, að fólk eigi að forð-
ast að láta taka af sér röntgen-
myndir vegna sjúkdómsgreining-
ar. En það er átt við, að fóik eigi
að forðast geislalækningar við
meinsemdum, sem ekki eru ill-
kynjaðar, og forðast röntgen-
myndatöku eða fluoroscopy, sem
kann að vera framkvæmd af
kærulausu starfsfólki.
Haldið líkamanum í góðri
* Sjá „Það sem þú ættir raun-
verulega að vega“ I Reader's
Digest, febrúarhefti 1960.
þjálfun: Þekktir hjartasérfræð-
ingar hafa lengi mælt með reglu-
legum líkamsæfingum fyrir alla,
unga sem gamla, heilbrigða sem
sjúka. Geysiviðtækar rannsóknir
hafa nýlega staðfest, að þessi ráð-
legging þeirra er viturleg. Rann-
sóknir þessar hafa farið fram í
þessu landi (U.S.A.) og í liinum
háu fjöllum Austurríkis. Dr.
Wilhelm Raab frá Vermont-há-
skóla iiefur stjórnað rannsókn-
um þessum. íþróttamenn, fjall-
göngumenn, skógarhöggsmenn og
aðrir, sem vanir eru að reyna
mikið á líkamann, reyndust hafa
hraust, „ung“ hjörtu, jafnvel þótt
þeir væru á sextugsaldri, æða-
sláttur jieirra var ekki hraður,
vöðvar þeirra unnu mjög vel, og
jieir voru fljótir að ná sér eftir
geysimikið álag. Á hinn bóginn
var það einkennandi um kyrr-
setumenn, svo sem skrifstofu-
menn, kaupsýslumenn og lækna-
nema, jafnvel þá, sem voru á
þrítugsaldri, að hjartastarfsemi
þeirra sýndi merki hrörnunar og
hjartasjúkdóma á byrjunarstigi.
En þriðja niðurstaðan var samí
athyglisverðust. 6—12 vikna
reglulegar, víðtækar líkamsæf-
ingar höfðu það í för með sér,
að hjartastarfsemi margra þess-
ara kyrrsetumanna breyttist til
batnaðar og á henni mátti sjá
endurunnin æskumerki.