Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 35
UNDUR ÓÐRA VINDA
43
Um leið og raka loftið sogast
inn, þéttist það og verður að
regni, en jafnframt stígur heita
loftið upp og fer að snúast í
hring af völdum jarSsnúningsins,
rangsælis á norSurhveli og rétt-
sæiis á suðurhveli. 1 miSju felli-
bylsins er hiS svokaliaSa „auga“
hans.
Þetta kynja-„auga“, umkringt
ofsalegum stormi, er eftirtektar-
verSasta fyrirbrigði fellibylsins.
Á hafi úti er það stundum fullt
af hræddum, veðurbörðum fugl-
um, sem þekja þilfar og reiða
sérhvers skips, sem þar er á
siglingu, og hefur, eins og þeir.
króast inni milli veggja storms
og regns. Smávindhviður koma
úr öllum áttum, og öldurnar, sem
áður voru bældar af fargi vind-
anna, rísa nú í öllum mætti sín-
um og verða að fjallháum pýra-
mídum. Þessar öldur eru skipum
jafnvel enn hættulegri en storm-
urinn. Conrad iýsir því i hinni
stórfenglegu skáldsögu sinni „Ty-
phoon“, hvernig „hringur þétts
úða, sem snerist tryllingslega
kringum kyrra miðjuna, umlukti
skipið eins og hreyfingarlaus,
samfelldur veggur, ótrúlega ó-
hugnanlegur á að líta. Fyrir inn-
an ólgaði hafið eins og af sjálfu
sér, hófst upp í tindóttar öldur,
sem rákust hver á aðra og létu
þung högg dynja á skipshliðinni;
og lágur hvinur, óendanlegt
kvein veðurofsans, heyrðist
handan við ógnandi lognkyrrð-
ina“.
Yenjulegt þvermál fellibyls-
„auga“ er um 14 mílur, en þess
eru dæmi að það hafi veriS að-
eins 4 mílur. Sagt er að loftið sé
þar þungt og mollulegt, og ein-
staka maður þykist hafa fundið
af bví gasþef.
Menn’ geta vitað fyrirfram,
hvort fellibylur er yfirvofandi,
því að öldurnar, sem hann send-
ir á undan sér, gefa það til kynna.
Öldurnar fara með 50 mílna
hraða á klst., en fellibylurinn
aðeins með 12 milna hraða eða
svo, og dregst því fljótlega aft-
ur úr. Þegar öldurnar ná strönd-
inni, segir tíSni þeirra til um
upprunann. Á Atlantshafsströnd
Ameriku falla yfirleitt átta til tíu
öldur á mínútu, en þegar felli-
bylur er orsökin, fimm til sex.
Á Floridaskaga heyrist oft ógn-
þrunginn gnýr fellibyls-brimsins
langt inn i land.
Frá 1944 hafa verið hafðar
nánar gætur á fellibyls-slóðun-
um á Karíbahafi. Þegar menn
uppgötva, að fellibylur er í upp-
siglingu, er fylgzt með ferðum
hans, bæði með flugvélum og rad-
artækjum. Þar sem fellibylssvæð-
ið er yfir milljón fermílur að
stærð, er gæzlan mjög erfið, og