Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 71
JÓN BALDVINSSON
79
bræðralag þeirra, sem trúað var
fyrir „sleitulausri baráttu fyrir
málefnunum sjálfum", eins og
hann komst að orði. Dýrari met-
orð hef ég enn ekki þegið úr
hendi manns. Og engum foringja
hefði ég heldur kosið að fylgja,
þeirra sem þá voru fyrir málum
manna á íslandi.
Holti, 8.—18. jan. 1962.
XXX
Hávaxnasti gróðurinn.
HÆSTU TRÉ í heimi eru í Ástralíu og Ameríku. Eukalyptus-
trén í Ástralíu eru talin hæst allra trjáa. Þau hafa verið mæld
allt að 150 metra löng eða jafnvel meira. Sequoiatrén (risafura)
í Kaliforníu eru einnig mjög há. Vitað er um tré þar, sem verið
hafa yfir 100 m á hæð. En þó jafnast þessir risar ekki á við surrtar
tegundir sjávargróðurs hvað lengdina snertir. Við suðurodda
Ameríku hefur verið mælt þang allt að 200 m á lengd.
— Hvers vegna — vegna þess.
XXX
Sultur á Grænlandi.
Skammt frá ctönsku húsunum bjó ung ekkja, sem misst hafði
mann sinn I sjóinn; varð mér gengið þar inn einn vetrardag. Hön
átti sex börn, það elzta 8 og yngsta 1 árs gamalt. 4 þau elztu
sátu þá við að éta hráan hund rotinn og kasaðan, sem þau höfðu
dregið upp úr haugnum, ásamt afgömlum hráum selagörnum frá
sama stað. En móðirin sat aðgerðarlaus og hafði sitt barn á hvoru
brjósti. Hún var kát og skrafhreifin eins og vandi hennar stóð til,
en mér blöskraði, þegar hún lét börnin frá sér, að sjá blóðtauma
renna niður úr báðum brjóstunum, og spurði ég hana orsaka, en
hún hafði þá ekkert etið I 4 daga, en látið börnin sjúga sig ekki
að síður. Allir mega nærri geta, að mér blöskraði, og hljóp ég
heim að sækja fimm brauðkökur að gefa vesælingunum. Ástæður
mínar leyfðu mér þá ekki meira. En móðirin gaf sína heila
köku hverju af þeim 4 stærstu börnunum, en tuggði eina í munn
þeirra minni, án þess sjálf að njóta eins bita.
— Sig. Breiðfjörð: Frá Grænlandi.