Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 163
SIÐASTI STEINALDAfíMAÐURINN
171
einlægni, að hann sæi ekki annað
ráð en setja Ishi í búr, til að
vernda hann fyrir gestunum. Að
minnsta kosti 1000 manns var
boðið daginn áður en safnið var
opnað almenningi. Ishi var enn
svo veikburða, að ]iað hlaut að
verða honum ofraun að „taka á
móti“ slíkum fjölda. Málið var
leyst á þann hátt að hann skyldi
halda sig í einu af herbergjum
safnsins, og vera frjáls að hverfa
til híbýla sinna þegar hann vildi.
Aftur á móti hlakkaði Ishi mjög
til opnunarhátíðarinnar, þar sem
hann hugði að þar yrði söngur og
dans eins og þegar Indíánar
efndu til mannfagnaðar. Að því
leyti varð hann fyrir vonbrigð-
um, en ekki olli hann forstöðu-
mönnum safnsins neinum von-
brigðum; hann lét sem minnst á
sér bera, en tók prúður og
hæverskur í hönd þeim prófess-
orum, listamönnum og nokkrum
öðrum, sem Kroeber prófessor
valdi úr hópnum og kynnti fyrir
honum. Kroeber nefndi nafn
gestsins þá hægt og skýrt og Ishi
brosti og endurtók það af furðu-
legri nákvæmni. Hann virtist að
öllu leyti eins og heima hjá sér,
en þótti þó mjög mikið til allra
þessaraugesta koma, og ekki hvað
sízt hinna merkilegu nafna
þeirra. i f
Að sjálfsögðu þurfti hið opin-
be-ra að hafa afskipti af Ishi;
lögfræðingur að nafni C. E. Iíels-
ey, trúnaðarmaður stjórnarinnar
í þeim málum, sem vörðuðu Kali-
forníu-Indiána, sendi safnstjórn-
inni bréf, þar sem hann fór þess
á leit að hún reyndi að koma
Indíána nokkrum, sem dveldist á
safninu á hennar vegum, til
nokkurrar menningar, og ef unnt
væri, að kenna honum einhverja
einfalda iðn. Svar Kroebers var
stutt og' laggott:
„Mér er það ánægja að upplýsa,
að Ishi hefur þegar frá upphafi
sýnt, að hann tileinkar sér fús-
lega allar venjur og siði, sem til
menningar teljast, eins og skiln-
ingur hans frekast leyfir“.
Kelsey heimsótti Ishi siðan i
safninu og bauð honum að hverfa
til þeirra héraða, sem Indíánar
byggja. en Ishi svaraði honum á
sinni tungu, að hann vildi dvelja
hjá hvítum mönnum, það sem eft-
ir væri ævinnar. „Ég vil vera
kyrr hér. Ég vil verða gamall í
þessu lhisi og deyja hér“, sagði
hann.
Ishi gerist aðstoðarmaður
við safnið.
Kroeber prófessor kynnti Ishi
jafnan fyrir gestum safnsins, en
síðan sýndi Ishi þeim hvernig
hann gerði streng i boga, kveikti
eld með því að núa saman spýt-