Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 65
JÓN BALDVINSSON
73
á þeim viðunandi lausn. Kom þar
til fastlyndi hans. Var það,
ásamt fleiru, grunnurinn undir
mannheill Jóns Baldvinssonar og
trausti. Allir fundu, að því máli
var borgið, sem Jón tók að sér og
að hann myndi aldrei á neinu því
níðast, sem honum var trúað til.
Jón Baldvinsson var mikill
starfsmaður og raunar mildu
meiri, en ég er fær um að lýsa,
af því að mér er alls ókunnugt
af sjón og raun um mörg þau
störf hans, sem eflaust hafa kraf-
izt geysimikillar vinnu. Á ég við
störf hans fyrir Alþýðubrauð-
gerðina, bankastjórastörf hans í
Útvegsbankanuiö, og verulegan
hluta af störfum hans fyrir Al-
þýðusambandið og Alþýðuflokk-
inn, sem unnin voru bæði áður
en ég fór að hafa afskipti af mál-
efnum flokksins, og á þeim svið-
um, þar sem ég kom hvergi við
sögu. Jón var starfsglaður maður
og ósérhlifinn og fórnaði þreki
sinu, alúð og hyggindum ótæpi-
lega fyrir þau málefni, sem hann
hafði tekið að sér, en þau voru
einkum verkalýðsbaráttan og
stjórnmálastarf Alþýðuflokksins,
eftir að ég tók að kynnast Jóni,
auk bankastjórastarfanna. En þó
að svo megi vera að enginn mað-
ur væri verkalýðshryfingunni
þarfari á þeim árum, og þó að Jón
legði einatt nótt við dag í starfi
sinu að málefnum hennar og
flokksins, þá gætti í þessum efn-
um hjá honum þeirra búhygg-
inda, að hann lét þessi málefni
ekki kreppa um of að einkalífi
sinu, heimili, né persónulegu
svigrúmi. TJm þetta þrennt hafði
hann dregið nokkuð víðan hring,
lét ekkert uppskátt um það, hvað
þar var fyrir innan, og mun hafa
tekið ómjúklega hnýsni þar um,
ef meira eða minna vel mein-
andi aulabárðar létu sér til hugar
koma að þörf væri á nánari hug-
an þeirra að högum hans sjálfs.
Hann þoldi illa lirós, en mat
mikils fylgi, en kvittaði þó hóf-
lega fyrir það bæði í orðum og
tilgerðum. Þó að honum þætti
vænt um. Hann hafði það til að
láta sem sér þætti fátt um,
jafnvel þá er honum líkaði bezt,
hafði og þá stillingu að hlusta
vandlega til enda, unz öll máls-
gögn og rök voru komin fram,
einnig þeirra mál, er honum var
sízt að skapi. Og smíðaði uppi-
stöðu að málamiðlun í huganum
á meðan hann hlustaði, hafði
hana nokkurn veginn tilbiina, er
menn tóku að mæðast á rökræð-
um, og oft svo snjalla, að allir
undu sæmilega við að lyktum.
Þann veg sá ég Jón Baldvinsson
brúa marga torfæru bæði á Al-
þingi og innan flokksins.
Sumir misskildu þessa fram-