Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 34
42
U R V A I.
hættunni. Árið 1502, þegar hann
var staddur á Karibahafi, sá hann
merki þess að fellibylur væri í
aðsigi, og leitaði landvars. Jafn-
framt hvatti hann Ovando, land-
stjóra á Hispaniola, til að láta
30 skip liggja í höfn meðan veðr-
ið gengi yfir. Landstjórinn tók
ekkert mark á aðvörun Kólum-
busar og lét skipin sigla.
Skip Kólumbusar sluppu, en
fellibylurinn kom flota Ovando i
opna skjöldu. Fimm hundruð
manns fórust og dýrmætur farm-
ur gulls, sem Spánverjar höfðu
rænt, sökk í djúpið. Aðeins eitt
lítið skip úr öllum flotanum
komst við illan leik heim til
Spánar.
Lýsingar Kólumbusar á felli-
byljum eru mjög stuttorðar. Alv-
ar Nunez, sem lýsir fellibyl á
evnni Trinidad árið 1527, segir
nákvæmar frá fyrirbrigðinu:
„Alla nóttina og einkum eftir
miðnætti“, segir hann, „heyrðum
við mikinn hávaða, sem líktist
mannsröddum, glamri í litlum
bjöllum, blístri og bumbuslætti,
og hélzt þetta til morguns, er
veðrið lægði“.
William Dampier, sem var
bæði sjóræningi og náttúruskoð-
ari, fann fyrstur manna skyld-
leikann milli hvirfilvindanna á
Kínahafi og fellibyljanna á Atl-
antshafi. Honum var líka ljóst, að
þessir stormar snerust um miðju,
en það var ekki fyrr en 100 árum
seinna að Benjamín Franklin
færði sönnur á það, að sjálfir
stormarnir færast úr stað, og að
fellibylur stefnir venjulega til
norðurs. Annars er stefna felli-
bylja oft óútreiknanleg; þeir geta
skipt snögglega um stefnu, farið
í hring eða jafnvel í þveröfuga
átt.
Fellibyljir myndast í heitu,
röku lofti og eiga því upptök sín
í hinu svokallaða „raka belti“,
sem umlykur jörðina milli 10°
og 25° norðlægrar og suðlægrar
breiddar. Önnur skilyrði eru líka
nauðsynleg til þess að fellibylur
myndist, svo sem hiti hafsins og
ástand loftsins, en hann getur þó
ekki myndazt mjög nærri mið-
baug, þar sem snúningur jarðar-
innar fær ekki komið loftinu í
hina sérkennilegu hringrás.
Einkennilegt er, að þótt öll
skilyrði séu fyrir hendi á Suður-
Atlantshafi, hefur aldrei orðið
vart við fellibyl þar.
Þegar fellibylur eða einhver
annar hitabeltishvirfilvindur
hefur myndazt, nærist hann á
eins miklu magni af röku lofti og
hann getur gleypt, og sé skortur
á þvi, dregur mátt úr fellibyln-
um. Þess vegna magnast fellibyl-
ur yfir sjó, en deyr út, þegar
hann færist yfir land.