Úrval - 01.05.1962, Page 34

Úrval - 01.05.1962, Page 34
42 U R V A I. hættunni. Árið 1502, þegar hann var staddur á Karibahafi, sá hann merki þess að fellibylur væri í aðsigi, og leitaði landvars. Jafn- framt hvatti hann Ovando, land- stjóra á Hispaniola, til að láta 30 skip liggja í höfn meðan veðr- ið gengi yfir. Landstjórinn tók ekkert mark á aðvörun Kólum- busar og lét skipin sigla. Skip Kólumbusar sluppu, en fellibylurinn kom flota Ovando i opna skjöldu. Fimm hundruð manns fórust og dýrmætur farm- ur gulls, sem Spánverjar höfðu rænt, sökk í djúpið. Aðeins eitt lítið skip úr öllum flotanum komst við illan leik heim til Spánar. Lýsingar Kólumbusar á felli- byljum eru mjög stuttorðar. Alv- ar Nunez, sem lýsir fellibyl á evnni Trinidad árið 1527, segir nákvæmar frá fyrirbrigðinu: „Alla nóttina og einkum eftir miðnætti“, segir hann, „heyrðum við mikinn hávaða, sem líktist mannsröddum, glamri í litlum bjöllum, blístri og bumbuslætti, og hélzt þetta til morguns, er veðrið lægði“. William Dampier, sem var bæði sjóræningi og náttúruskoð- ari, fann fyrstur manna skyld- leikann milli hvirfilvindanna á Kínahafi og fellibyljanna á Atl- antshafi. Honum var líka ljóst, að þessir stormar snerust um miðju, en það var ekki fyrr en 100 árum seinna að Benjamín Franklin færði sönnur á það, að sjálfir stormarnir færast úr stað, og að fellibylur stefnir venjulega til norðurs. Annars er stefna felli- bylja oft óútreiknanleg; þeir geta skipt snögglega um stefnu, farið í hring eða jafnvel í þveröfuga átt. Fellibyljir myndast í heitu, röku lofti og eiga því upptök sín í hinu svokallaða „raka belti“, sem umlykur jörðina milli 10° og 25° norðlægrar og suðlægrar breiddar. Önnur skilyrði eru líka nauðsynleg til þess að fellibylur myndist, svo sem hiti hafsins og ástand loftsins, en hann getur þó ekki myndazt mjög nærri mið- baug, þar sem snúningur jarðar- innar fær ekki komið loftinu í hina sérkennilegu hringrás. Einkennilegt er, að þótt öll skilyrði séu fyrir hendi á Suður- Atlantshafi, hefur aldrei orðið vart við fellibyl þar. Þegar fellibylur eða einhver annar hitabeltishvirfilvindur hefur myndazt, nærist hann á eins miklu magni af röku lofti og hann getur gleypt, og sé skortur á þvi, dregur mátt úr fellibyln- um. Þess vegna magnast fellibyl- ur yfir sjó, en deyr út, þegar hann færist yfir land.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.