Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 53
KONUNGUR ÍSHAFSINS
61
festa við ísinn og tvo menn á
ísnum að flá björn. Lifandi björn
var ekki langt frá, og læddist
hann að mönnunum. Við vorum
of langt frá til að nokkur von
væri í að kalla til mannanna. Nú
varð annar mannanna var við
björninn og greip riffil og sneri
sér gegn dýrinu og hleypti af,
þegar skammt var milli þeirra.
En skotið vann ekki á birninum,
sem kom manninum undir sig.
Hinn maðurinn flýtti sér út í
léttibátinn og reri i ofboði til
skútunnar eftir hjálp. Nokkrum
mínútum seinna komum við að
liki mannsins, sem björninn
hafði ráðizt á. Það var mjög illa
útleikið.
En oft vekja isbirnirnir bros
og kátínu, fremur en ótta. Kaare
Rohdahl, sem hefur dvalið mörg
ár í norðurhöfum, segist hafa
séð stóran björn synda að ísjaka,
þar sem selur var að sóla sig.
Björninn teygði sig upp úr sjón-
um og sló til selsins, en hann
siapp. Björninn reiddist bersýni-
lega og greip ísmola og kastaði
þeim á eftir selnum. Síðan
skreiddist hann niður af jak-
anum.
Dag einn, þegar Havella var i
þann veginn að halda frá hinni
isiþöktu eyju, Kvitoya, sáum við
bjarndýr klifra upp á dálítinn
ishól, setjast þar og renna sér
niður á rassinum eins og barn
að leik. Tveir aðrir birnir komu
fljótlega og tóku þátt i gamninu.
En þess háttar kúnstir teljast
til undantekninga hjá ísbirnin-
um. Líf hans snýst að mestu um
veiðar, og við þær er hann ó-
þreytandi. Hann fylgir sólinni og
þokar sér suður á bóginn með
haustinu. Á vorin sígur hann aft-
ur norður á við og heldur sig
við ísbrúnirnar, en þar er gnægð
af sel til fanga. Stundum hefur
hann allt að 75 mílur að baki
á einni viku. Afkoma hans er
háð örlítilli krabbadýrstegund
(krill), sem heldur sig mjög þar
í sjónum, sem saltmagnið er lítið,
eins og nálægt bráðnandi ísjök-
um. Ýmsar fiskategundir fiykkj-
ast að þessari átu, selirnir sækja
i fiskinn — og bjarndýrin í sel-
inn.
ísbirnirnir hafa mikinn auga-
stað á vökum, sem myndast á ísn-
um vegna straumfallanna. Selirn-
ir nota þessar vakir til að anda
að sér lofti. Þótt vakirnar leggi
á stundum, eiga þeir auðvelt með
að brjóta þunnan ísinn með
hausnum. Flestar tegundir af
norðuríshafssel hafa níu mínútna
kaftíma milli 45 sekúndna önd-
unar við yfirborðið. Öndunartím-
inn er mikil hættustund fyrir
selina. Ef björn bíður við vök,
sem selur kemur upp í til að