Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 128
136
ÚHVAL
samt draga smám saman úr henni
á rökréttan hátt, en ekki snögg-
lega. Hann minnist martraðar-
innar í Belgísku Kongó og ringul-
reiðarinnar i öðrum, nýjum
ríkjum. Þvi vill hann blóðgjöf,
en ekki blóðmissi, enda segir
hann: „Við erum ekki Afríku-
menn. Við erum ekki Asíumenn.
Við erum allt annað fyrirbrigði“.
Geislavirkir ísótópar við lækningu á krabbameini.
Við læknadeild Minnesotaháskóla eru nú gerðar tilraunir með
lækningu á innvortis krabbameini með bví að sprauta geisla-
virkum ísótópum inn í blóðæð sjúklings.
Fer það þannig fram, að ögnum með geislavirkum ísótópum
er sprautað inn í aðalslagæðina, sem flytur blóð til hins sjúka
líffæris. Agnirnar sitja fastar í hinum smærri blóðæðum og þar
losnar um geislavirknina í ísótópunum, sem hafa græðandi áhrif
á hið krabbameinssýkta svæði.
Þykir sýnt, að aðferð þessi muni einkum koma að notum við
lækningu krabbameins í lifur og lungum.
Það hafa margir stamað.
Frá því er skýrt í egypzkum helgirúnum, að menn hafi stamað.
Ennfremur er það fært í frásögur um fræga menn í fornöld,
bæði biblíupersónur og fleiri. Meðal frægra manna, sem stöm-
uðu, eru: Móses, Aristóteles, Esóp, Demosþenes, Virgil, Erasmus
Rotterdamus, Charles Lamb og Charles Darwin. Meðal nútíma-
manna Winston Churchill, Georg VI. Bretakonungur og rithöf-
undurinn Somerset Maugham, allir ekki lausir við stam.
■— E'nglish Digest.
LJÓSHÆRÐU fólki er hættara við skalla en jarphærðu, og jarp-
hærðu er hættara við skalla en rauðhærðu. — Coronet.