Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 111
SÁRSA UKALAUS FÆÐING
119
afslöppunarnámskeið fyrir
barnshafandi konur, sem eru
fólgin i líkams- og öndunaræf-
ingum svo og fræðslu. Æfingar
þessar þarf að stunda af áhuga
og alvöru og settum reglum ber
að hlýða án undanbragða, eigi
árangur að nást.
Afslöppunaraðferðin gerir ráð
fyrir, að faðirinn láti sig miklu
skipta allan þennan undirbún-
ing konu sinnar og fylgist vel
með öllu. í flestum tilfellum er
þetta konunni mikils virði. Sum-
ir feður eru jafnvel viðstaddir,
þegar eiginkjonan elur barnið.
Afslöppunaraðferðin gerir þetta
ekki að skilyrði, en allt bendir
til, að sem mest þátttaka föður-
ins sé æskileg.
Spil þagnarinnar — Domínó.
Það var einhvern tíma á 18. öld, að tveir ungir munkar í
ítölsku klaustri, gerðust sekir um þá óhæfu, er þeir voru á gangi
í klausturgarðinum, að skyggnast yfir múrinn, með Það fyrir aug-
um að horfa á þorpsbúa, sem voru að halda hátíð og skemmta
sér fyrir utan. Morguninn eftir sagði ábótinn við þá: „Benedikt
og Fidelis, braeður mínir, þið vitið, að slíkt athæfi er fyrirboðið
í klausturreglunum. Hegningin, sem þið hafið kallað yfir ykkur
er þriggja mánaða innilokun I algerri þögn! Þeir eyddu mestum
tímanum í bæn og hugleiðingu, en samt komu stundir, sem frið-
ur trúrækninnar þverskallaðist við að hvila yfir þeim. Og dag
einn, er yngri bróðirinn var að skoða steinana í hellugólfinu, fór
hann af einhverju fikti að safna saman steinum af vissri stærð.
Þá kom hinn til sögunnar, og saman héldu þeir þessu áfram,
unz komnir voru 28 steinar. Svo fór annar þeirra að setja merki
á steinana, og loks með því að raða steinunum saman eftir tölu-
röð, tóku þeir að búa sér til spil til að stytta tímann. Það var
erfitt að gera sig skiljanlegan án orða, en eftir nokkra daga
var spilið tilbúið og einnig spilareglur. Hvor sem vann, varð
næsta glaður, en þögnina varð að halda. Og þá fundu þeir
það upp að segja fyrstu linuna í bæninni: „Dixit Dominus Domino
Meo", er sigur var unninn. Og þetta spil breiddist út og varð
vinsælt, og er vinsælt enn. Það er kallað Domínó.
— Coronet.