Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 107
ER JÖRÐIN AÐ ÞENJAST ÚT?
115
efni og miklu jiynnra en upphaf-
lega jarðskorpan. Þynnsti og
yngsti hluti jarðskorpunnar ætti
j)ví að vera i miðri sprungu mið-
úthafshryggjarins.
Sprungubotninn 1 fjallgarðin-
um er vafalaust mjög jmnnur,
og samkvæmt þeirri aðferð ti!
aldursákvörðunar, sem byggist á
argon-kalíum geislavirkni, reyn-
ist aldur efnisins i fjallshryggn-
um ekki vera meiri en 10 millj-
ónir ára, sem er mjög lítill aldur,
jarðfræðilega séð.
Hafi ekki verið um neina til-
færslu meginlanda að ræða í
hinni bókstaflegu merkingu orðs-
ins, þá eru áhrif útþenslunnar í
rauninni þau sömu og ef um til-
færslu hefði ve-rið að ræða.
Meginlöndin hafa sífellt orð-
ið meira aðskilin sídýpkandi
höfum á tíma jarðsögunnar, en
slíkt hefur auðvitað ekki gerzt,
án þess að um hafi verið að ræ.ðn.
að hlutar úr brotum meginlanda
hafi rekizt á og færzt raunveru-
lega til.
Landssvæði það í Kaliforníu,
sem er fyrir vestan San Andreas
misgengissprunguna, þ. e. a. s.
fyrir vestan línu, sem hugsast
dregin frá San Francisco í suður-
átt allt suður í Kaliforníuflóa, er
að færast til hliðar og snúast
réttsælis, jafnvel svo mjög, að
hægt er að mæla það.
Útþenslukenningin er tiltölu-
lega ný, og henni er að vaxa
fylgi. Á ráðstefnu Alþjóðasam-
bands landmælingamanna og
jarðfræðinga, (International Uni-
on of Geodesy and Geophysics),
sem haldin var i Helsinki fyrir
tveim árum, virtist sem þeim, er
fylgdu útþenslukenningunni,
væri að vaxa fiskur um hrygg.
Ungverskur jarðeðlisfræðingur
reiknaði út, að radius jarðarinn-
ar lengdist um einn millimetra á
ári nú sem stendur, og væri það
minni vöxtur en á fyrri jarð-
sögutímabilum.
Það eru einnig ákveðin sönn-
unargögn til fyrir því, að úthöfin
séu að stækka á kostnað þurr-
lendisins. Strandhöf, svo sem
Beringshaf og Japanshaf, eru á-
litin vera aðeins nokkurra millj-
óna ára gömul, en vitað er, að
Iíyrrahafið er nú mílu dýpra en
það var fyrir 50 milljónum ára.
Árangur ráðstefnu þessarar var
sá, að hleypt var af stokkunum
áætlun, sem nefnist „Efra undir-
lags áætlunin“ (Upper mantle
project), en sú áætlun á að sam-
ræma starf jarðskjálftafræðinga,
jarðmælingamanna, haffræðinga,
eldfjallafræðinga og vísinda-
manna, sem rannsaka jarðsegul-
magnið. Bandaríska borunaráætl-
unin „Mohole“ er síðan tengd
þessari áætlun.