Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 154
162
ÚR VAL
af „villimanni“ sínum, skutu
saman og gáfu honum fatnað og
skó til fararinnar. Ishi ldæddist
fatnaðinum af mikilli þægð, allt
þangað til kom að skónum; þá
sagði hann „hingað og ekki
lengra“ i undanlátseminni, hon-
um þótti skófatnaðurinn óþarfur
og stirður og þrengja að fætin-
um. Hann hafði hingað til alltaf
gengið berfættur, og það var eins
og hann vildi ekki fyrir nokkurn
mun láta svipta sig snertingunni
við jörðina.
Heimur Ishis.
Kynþáttur Ishis hafði húið í
Kaliforniu að öllum líkindum
full 4000 ár. Þegar hann fæddist
— árið 1862, að því er næst varð
komizt — voru siðustu leifar
kynstofnsins að líða undir lok.
Það varð því hlutskipti Ishis að
verða vitni að hinu hörmulega
helstríði hans.
Áður en hvítir menn komu til
Kaliforníu mun tala Indíána þar
hafa numið 250.000. Þeir skipt-
ust þá í 21 þjóðflokk, eða eins
konar borgríki, en þó fyrst og
fremst eftir kynþáttum, og voru
Yanarnir einn þeirra. Sennilega
hafa þeir aldrei verið fleiri en
um 3.000 og þar að auki skiptir
í fjórar kynkvíslir, sem hver um
sig bjó á sínu afmarkaða svæði;
Yahiarnir, kynkvísl sú sem Ishi
var af, var ein þeirra fjögurra,
en hver þeirra um sig talaði sina
eigin tungu og hafði sína eigin
siði og venjur.
Landsvæði það, sem þessar
fjórar kynkvíslar byggðu, var
ekki nema um 40 milur á breidd
og 60 mílur á lengd; hrikalegt
fjalllendi með stríðum fljótum,
djúpum giljum og stórum skrið-
um en litlum gróðri — valllend-
isflákar á stöku stað og lágvax-
ið skógarkjarr. Þarna var kalt
og votviðrasamt á vetrum, en
heitt mjög á sumrum. Indíánarn-
ir veiddu lax í ám og fljótum,
söfnuðu sér berjum og villi-
ávöxtum og grófu upp rætur til
matar. Þeir fléttuðu körfur úr
tágum, kunnu vel að verka húðir
og skinn, smíðuðu sér áhöld og
vopn sem báru vitni ríkum hag-
leik. Það kom og fyrir að þeir
fóru í ránsferðir niður á lág-
lendið, þar sem Maidu- og Wint-
un-Indíánarnir bjuggu, en þeir
voru auðugir og mjög fjölmennir;
skorti þó hörku fjallakynþátt-
anna og voru litlir bardagamenn.
Eins og þeir fjallakynþættir
yfirleitt, sem við kröpp kjör eiga
að búa, voru Yanarnir stoltir,
harðgerir og ákaflega snarir í
snúningum — og stóð því öðr-
um kynþáttum ógn af þeim. Þeir
voru samheldnir og létu eitt yfir