Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 136
144
ÚRVAL
svip á ibúðina: bætt þangað
myndum af bræðrum sínum, for-
eldrunum með sín veðurbörðu
andlit, gamla prestinum, sem
skírði liann, litla fátæklega
sveitaþorpinu. Einnig er þar
mynd af Feneyjum, en þar réði
hann eitt sinn ríkjum sem erki-
biskup, og þar mundi hann glað-
ur vilja eyða síðustu árum ævi
sinnar. Hið rauða borgarflagg
Feneyja sómir sér vel innan um
þá muni, sem skreyta herbergin.
Þrjár systur frá Bergamo ann-
ast um matreiðsluna og húshald-
ið. Serstakur þjónn er líka til
staðar til að aðstoða páfann við
að fara í skrúðann og þessháttar.
Páfinn les bænir úr bænabók-
inni á sama hátt og hver annar
prestur. Stundum hefur hann yf-
ir sálma. Þá er hann að undirbúa
guðræknisstundirnar, sem hann
heldur síðla dags með hinum
fjölmörgu frá ýmsum þjóðum,
sem leita á náðir hans. Hann
heldur mikið upp á bæn eina,
sem hann lærði í bernsku.
Á hverjum morgni klukkan
sjö heldur hann messu í kap-
ellunni, sem er mjög látlaus.
Morgunverður er um áttaleytið,
og er þá borið á borð kaffi og
mjólk, brauð og ávextir. Eftir
það litur páfinn í þau dagblöð,
sem kunna að hafa þorizt.
Klukkan níu hefst starfsdag-
urinn. Venjulega fer páfinn i lyft-
unni niður á næstu hæð. Lyfta
þessi er fimmtiu ára gömul, og
í henni er konunglegur stóll. í
skrifstofunni bíður hans fulltrúi,
einn af þeim fáu, sem hafa leyfi
til að ganga á fund hans hvenær
sem er. Og nú er hafizt handa
við verkefnin, sem bíða úr-
lausnar.
Tekið er á móti áheyrn þar til
um eittleytið. Páfinn ræðir ýmist
við gesti sína á skrifstofu sinni
eða i einhverju af hinum tíu
herbergjum, sem liggja í hring
á þessari sömu hæð i Vatíkaninu.
Eftir að búið er að fara gegnum
öll herbergin er komið að skrif-
stofunni aftur.
Hádegisverðurinn er aðalmál-
tíð Jóhannesar. Hann er mikið
fyrir ost og hrísgrjón og slær
hendinni ekki á móti fiski og
kjöti. Það eina, sem hann notar
til bragðbætis er létt vín. Sam-
kvæmt læknisráði er fæðið þann-
ig samsett, að hann safni ekki
holdum. Sagt er, að hann hafi
létzt um 15 pund, en hann virðist
mjög þrekinn, enda er hann lág-
vaxnari en liann í fljótu bragði
lítur út fyrir að vera.
Að hádegisverðinum loknum
hvílir hann sig í hálfa klukku-
stund í hægindastól og heldur
því næst áfram störfunum, sem
hann virðist aldrei fá nóg af.