Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 120
128
ÚRVAL
að handritin séu frá því á mið-
öldum, en nokkrir af þeim vís-
indamönnum, sem lærðastir eru
taldir, hafa þó fært mikilvæg rök
að því að þau muni vera frá því
á 2. öld eftir Krist, að minnsta
kosti Jesaja-vefjan, en hin ef til
vill yngri. Sé það rétt, er Jesaja-
handritið meir en 1000 árum eldra
en þau elztu hebresku handrit
að öllu Gamla testamentinu, sem
enn er um vitað. Er óþarfi að
geta þess hvílíka þýðingu það
kann að hafa fyrir þekkingu okk-
ar á sögu hebresku bibliunnar
og rannsóknir á heberskri tungu.
Hér hefur aðeins verið getið
þeirra fornminja, sem fundizt
hafa, en fram hjá hinu verður
ekki gengið, að athugun á hvers-
dagslegu lífi manna í Austur-
löndum nær, og þó einkum í
Palestínu, hefur oft veitt vísinda-
mönnunum mikinn fróðleik í
sambandi við margt það, sem
aðeins er getið um í biblíunni
og gert ráð fyrir að allir viti.
Þróunin er hægfara í þeim lönd-
um. í Sýrlandi má enn sjá bænd-
urna erja jörðina meö tréplógi
eins og á dögum biblíunnar, sán-
ing og uppskera fer fram eins
og þá og jafnvel brúðkaupssiðir
eru mjög svipaðir. En nú er þetta
sem óðast að breytast, einnig
þar hefur nýi timinn haldið inn-
reið sína, og þess verður vart
langt að bíða, að þeir, sem rann-
saka biblíuna, hafi þar eingöngu
fornminjafundi og fornminja-
fræðina við að styðjast, sem
heimildir annars þrýtur.
Fyrstu könnuðir Himalaja.
FYRSTI Evrópumaðurinn, sem hætti sér út í að kanna Hima-
laja var portúgalski Jesúítinn Antonio de Andrade. Ásamt landa
sínum Marques að nafni slóst hann í för með pilagrímum og fór
til Garhwal, reyndi að fara yfir Manaskarð ásamt tveimur kristn-
um Indverjum, en lenti í stórhríð og varð frá að hverfa allkalinn.
Seinni tilraun hans heppnaðist. Fór hann siðan yfir til Tsaparang
í Tíbet, árið 1624, og stofnaði þar trúboðsstöð tveimur árum síð-
ar. 1628 fór Jesúítinn Cabral, sem einnig var Portúgali, frá Tíbet
yfir Himalaja tíl Nepal og kom til Katmandu, höfuðborgar þess
lands. Hún var þá óþekkt Evrópumönnum.
— Himalayas Helter.