Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 36
44
verður sennilega ekki viðunandi,
fyrr en menn fara að nota gervi-
tungl til aðstoðar. Gagnsemi
gervitungla á þessu sviði kom
skýrt í ljós, þegar Tiros I fann
hvirfilvind, sem enginn hafði
hugmynd um, 300 milur norður af
Nýja Sjálandi. Tiros I uppgötv-
aði einnig þrumuveðurssvæði,
ÚR VAL
sem seinna olli hvirfilvindum i
Bandaríkjunum.
Þegar gervitunglin fara að
fylgjast náið með skýjamyndun-
um, verður ef til vill mögulegt
að hafa jafnnákvæmt eftirlit með
ferli fellibylja og hvirfilvinda og
líffræðingar hafa nú með lí'fi
sýklanna.
Dómurinn var fallinn.
UTAN VIÐ gluggana á biðstofu læknisins voru haustlaufin byrj-
uð að falla á gangstéttina. Þetta var í Lundúnum. Maður, hvítur
fyrir hærurn, sat innan við gluggann og horfði með angurværu
brosi á flug þeirra, Því að þau minntu hann á ellina, sem nú var
á næstu grösum. Og svo var hann kallaður inn i stofu læknisins.
„Mr. Winkelman“, sagði læknirinn. „Það hefur komið í ljós, að
. . . hm . . . að æxli er að vaxa i vinstri heilahelftinni. Það eina,
sem ég get ráðlagt, er uppskurður þegar í stað“. Mr. Winkelman
spurði: „Hvaða læknir í Englandi er fær um að gera slíka skurð-
aðgerð?" Og læknirinn svaraði: „Af því að þér eruð Ameriku-
maður, ráðlegg ég yður eindregið að fara til Bandaríkjanna og
finna dr. Charles Wronkow. Hann er allra manna færastur að
framkvæma slíka aðgerð, hreinn snillingur“. Og Mr. Winkelman
kvaddi lækninn og hélt út á götuna, þar sem haustlaufin svifu i
kringum hann, gul og brún og alla vega lit. — Svo liðu nokkrir
dagar. Þá skýrðu Lundúnablöðin frá því, að heimsfrægur amerísk-
ur skurðlæknir, dr. Charles Wronkow, hefði stytt sér aldur, meðan
hann var í orlofi í Englandi. Og lögreglan var að velta þeirri
spurningu fyrir sér, hvers vegna sá frægi maður hefði tekið sér
herbergi á litlu hóteli undir dulnefninu Mr. Charles M. Winkel-
man. — Coronet.
UM ÞAÐ BIL helmingi fleiri konur verða hundrað ára en
karlar. •— Coronet.