Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 161
SÍÐASTI STEINALDARMAÐURINN
169
hans ofan úr fjöllunum, en alltaf
álitið að hann fylgdi hvítum
mönnum eingöngu og léti Indiána
afskiptalausa; en nú var djöfsi
sá nær honum og ógurlegri en
hann hafði gert sér hann í hug-
arlund — og mundi hann þekkja
að Ishi var Indíáni, fyrst hann
var klæddur búningi hvítra
manna?
Honum varð þó rórra, þegar
hann sá aS Waterman prófessor
hafSi lög að mæla, „djöfullinn“
hreyfði sig ekki af teinunum. Og
hvitu mennirnir, sem höfðu þó
mesta ástæðu til að óttast ófreskj-
una, gengu út og inn um búk
hennar eins og ekkert væri, svo
Ishi fylgdi Waterman prófessor
viljugur eftir; héSan af varð ekki
aftur snúið, hann varð að láta
vin sinn ráða fyrir sér.
Ishi sat rólegur á meðan ferð-
in stóð, hreifst af hraðanum, og
þótti leitt, þegar henni var lokiS,
en hafði þó ekki síður gaman af
siglingunni með ferjunni yfir
flóann, og síðan með sporvagnin-
um unz hinu langa ferðalagi
þeirra lauk í hinni nýju mann-
fræðistofnun við háskólann.
Það var þó ekki vegalengdin
ein, sem nú skildi Ishi frá for-
tíð sinni, heldur einnig aldir.
Hann hafði gengið rakleitt úr
steinöldinni inn í leifturljóma
járnaldarinnar — inn á það svið.
þar sem klukkurnar, dagatölin,
peningarnir og stjórnarvöldin
eru alls ráðandi. Nú átti það
meira að segja fyrir honum að
liggja að gerast skrásettur borg-
arbúi með heimilisfangi.
Hin nýja stofnun var til húsa í
gamalli lagaskólabyggingu. Indí-
ánar komu þangað oft í sambandi
við málrannsóknir vísindamann-
anna, sem þarna störfuðu og Ishi
kunni brátt vel við sig í hinum
nýju heimkynnum.
Þegar Ishi var kynntur Kroe-
ber prófessor — höfðingjanum
mikla, eins og Ishi kallaði hann
æ síðan — þuldi Ishi kveðjuorð
á ensku, sem hann hafði vand-
lega æft — og roðnaði upp í hárs-
rætur. Hreifst Kroeber prófessor
mjög af hlédrægni hans og eins
því, hve vel hann duldi ótta
sinn, sem ekki gat falizt nema
eðlilegur. Það var eins og þeir
hændust livor að öðrum við
fyrstu sýn, enda var innileg vin-
átta með þeim upp frá því.
Að sjálfsögðu vakti koma Ishis
til San Francisco mikla athygli;
leiksýningastjórar vildu „kaupa“
Ishi af stofnuninni eða minnsta
kosti taka hann á leigu — einn
vildi taka þá báða á leigu, Kroe-
ber prófessor og hann, láta þá
koma fram í sérstökum sýningar-
þætti og auglýsa það sem „menn-
ingaratriði“. Mannfræðistofnun-