Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 167
SÍÐASTI STEINALDA RMADUIUNN
175
konar smámunum eins og karl-
manna er vani. Og þegar kom
fram á veturinn, hafði hann van-
izt því að bera skó á fótum sér
að staðaldri.
Vinir Ishis.
Loks tókst Ishi að ná notkun-
arvaldi á fimm til sex hundrnð
enskum orðum, en skildi þó mun
fleiri, sem hann kunni ekki að
nota. Sóttist honum þó nám þetta
seint, meðal annars vegna þess
að hann var of stoltur til að taka
sér i munn orð eða setningu fyrr
en hann hafði numið framburð-
inn til hlítar. Þetta, eins og flest
annað sem menninguna snerti,
nam hann af vinum sínum og
kunningjum, en meðal þeirra
voru fyrst og fremst starfsmenn
safnsins. Einn af þeim var War-
burton, þreklegur Englendingur
og fyrrverandi sjóliði. Ishi bar
mikla virðingu fyrir honum, og
þó enn meiri fyrir smíðaáhöld-
um hans. Af Llewellyn Loud,
ættuðum frá Wales, lærði Ishi
að gera sem haganlegust inn-
kaup, matseld og annað, sem að
heimilishaldi laut — og fannst
Kroeber meir en nóg um hve
fljótur Ishi var að tileinka sér
þá kunnáttu alla. Gerðist Tshi
nú svo sparsamur, að Kroeber
varð alltaf að leggja drjúgan af-
gang af hinum litlu mánaðar-
launum hans i peningaskáp safns-
ins.
Juan Dolores, Papago-Indíáni
frá Arizona, vann öðru hvoru við
safnið eða á vegum þess. Ekki
tókst skjót vinátta með þeim Ishi,
en þvi einiægari varð hún. Juan
þekkti marga í San Francisco,
bæði Indíána og hvita, og varð
Ishi þannig eins konar tengi-
liður þar á milli. Waterman
prófessor var þo nanasti vinur
Ishis; þegar frá upphafi var sem
þeirn félli ósjálfrátt einkar vel
saman og varð vinátta þeirra
stöðugt einlægari og traustari.
Alfred Kroeber prófessor, yfir-
maður safnsins, varð og góðvin-
ur Ishis; hann var „höfðinginn
mikli", sem öllu réði og sem mað-
ur sneri sér til þegar einhvern
vanda har að höndum. Og svo
var það dr. Pope læknir, sem
bættist í þennan vinahóp haust-
ið 1912, eða þegar Ishi hafði
dvalið fullt ár í heimi hvítra
manna.
Dr. Saxton Pope.
Dr. Pope hafði þá fyrir
skömmu verið skipaður kennari
við læknadeild háskólans, sem
var til húsa i byggingu gegnt
safninu. Dag nokkurn fylgdist
Pope með þvi út um glugga, er