Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 74
82
ÚRVAL
anna, hvað karldýrin snerti, og
350 dögum lengra, hvað kven-
dýrin snerti.
Vísindamenn hafa lengi vitað,
að geislun styttir æviskeið allra
lifandi vera. Hún veldur trufl-
unnm og vinnur sitt skemmdar-
starf með því að hafa þau áhrif
á frumeindirnar að þær framleiði
mjög geislavirkar, „naktar“ sam-
eindir (mólekúl) svokölluð óháð,
„róttæk“ mólekúl, sem koma af
stað eyðileggjandi keðjuverkun i
lifandi vefjum. Visindame-nn hafa
reynt að koma í veg fyrir þessi
áhrif með því að gefa þeim, sem
fyrir geislun hafa orðið, afsýr-
ingarefni, sem ganga auðveldlega
i samband við óháðar, „róttæk-
ar“ sameindir. Og þeim hefur
orðið nokkuð ágengt á þessu
sviði.
Fyrir fjórum árum gerðist það,
að dr. Denham Harman, sem
vann þá í Donner-rannsóknar-
stofum Kjarnorkunefndarinnar
(Donner Laboratory of the Ato-
mic Energy Commission), en
þær eru við Kaliforníu-háskóla,
fyiltist undrun vegna þeirrar
staðreyndar, að óháðar „róttæk-
ar“ sameindir losna einnig úr
tengslum, þegar eðlileg efna-
skipti eiga sér stað í líkamanum.
Hann áleit, að þarna gæti verið
að finna eina helztu orsök elli-
hrörnunarinnar. Hann vildi
sannprófa þessa hugmynd og
notaði til þess músategund, sem
þekkt er fyrir sitt stutta ævi-
skeið. Tiiraunamýs hans lifðu
að meðaltali aðeins í 7,6 mán-
uði, ef þær fengu venjulegt fóð-
ur. En mýs, sem fengu það fóður
og afsýringarefni að auki, iifðu
í 10,5 mánuði að meðaltali.
Var þetta aðeins tilviljun? Dr.
Harman reyndi að svara þeirri
spurningu með tilraunum, sem
hann framkvæmdi í fyrra við
iæknadeild Nebra'ska-háskóia.
Þar notaði hann tvær tegundir
músa og gaf hvorri tegund mis-
munandi afsýringarefni. í báð-
nm hópum varð dregið úr hraða
ellihrörnunarinnar að töluverðu
leyti. Hvað annan hópinn snerti,
var æviskeiðið framlengt um
15%, en hvað hinn snerti, var
það framlengt um 26%.
V. B. Wigglesworth, sem nú
er prófessor í Hffræði við há-
skólann í Cambridge, uppgötvaði
það fyrir meira en 25 árum, að
einkennilegt „yngingar“-hormón,
sem örlítili kirtill skordýra gef-
ur frá sér, kom i veg fyrir elli-
hrörnun, þar til fullum vexti
var náð. Þá hætti kirtillinn
starfsemi sinni, og skordýrið tók
að breyta um mynd. Rétt áður
en það tók á sig sína nýju mynd
sem fullvaxið skordýr, tók kirt-