Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 119
FORNMINJAKÖNNUN
127
benda þó til, að undir þvi sé að
finna grunn hins ummrædda
bænhúss. Hinn frægi visinda-
maður og grafasérfræðingur,
Gyðingurinn E. S. Sukernik, til-
kynnti fyrir nokkrum árum, að
hann hefði fundið líkkistur með
krossmerki, og nöfnum sem fyrir
kæmu í Nýja testamentinu, og
væri þar þá um að ræða hinar
elztu grafir úr kristnum sið.
Sukernik varð og víðfrægur,
þegar hann birti ritgerð sína um
hinn stórmerkilega handritafund
i hellunum við Dauðahafið, en
hún kom fyrir almenningssjónir
árið 1948, þegar sem mestar ó-
eirðir voru með Gyðingum og
Aröbum. Vorið 1947 hafði ara-
bískur fjárhirðir fundið nokkrar
krukkur í helli; höfðu sumar
þeirra oltið um og brotnað, og
kom i Ijós að þær höfðu inni að
halda nokkrar bókfellsvefjur. Tók
hirðirinn þær og færði arabísk-
um yfirvöldum i Betlehem, sem
hugðu að um sýrlenzk handrit
væri að ræða og afhentu þau
kristnum Sýrlendingum, en síðar
komust nokkur af þessum hand-
ritum til Markúsarklausturs í
gamla borgarhverfinu í Jerúsal-
em, en enginn þar gat þó lesið
þau. Sýrlendingarnir i klaustrinu
náðu sambandi við Bandarísku
stofnunina við Damaskushliðið,
en þar tókst að ljósmynda hand-
ritin áður en Bandaríkjamenn
urðu að hverfa úr landi, þegar
verndargæzlu Breta í Palestínu
lauk, og loks að koma þeim til
Bandaríkjanna. Þar var þó ekki
nema um nokkurn hluta handrit-
anna að ræða; hinn hlutinn lenti
hjá vísindamönnum við Gyðinga-
háskólann í Jerúsalem, þar sem
Sukernik hóf rannsókn á þeim.
Að hundruðum handritabrota
undanskildum, má skipta þeim
heillegustu í sjö meginflokka: 1.
vefja með allri spádómsbók
Jesajasar; 2. skaddað handrit af
sömu bók; 3. viðbæti og skýring-
ar við fyrstu tvo kaflana af spá-
dómsbók Habakkuks; 4. reglur
ókunns gyðinglegs sértrúar-
flokks; 5. safn lofsöngva, svipaðra
þeim sem finna má i biblíunni;
6. nokkurs konar helgirit, þar sem
lýst er baráttunni milli barna
IjósSins og myrkursins og 7.
kafla, sem ekki hafa varðveitzt í
Lameksbók, en bera svipmót með
1. Henoksbók. Handritin i fyrstu
flokkunum sex eru öll á hebr-
esku, en i þeim síðasta á armen-
isku. Risu harðar deilur meðal
lærðra manna, bæði um uppruna
og aldur þessara handrita; nú er
almennt viðurkennt að ekkert
muni við uppruna þeirra að at-
huga, en enn er deilt um aldur-
inn. Margir hafa haldið því fram