Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 27
NÆSTU HUNDRAÐ ÞÚSUND ÁR
eru fyrir hendi, og öðrum, sem
verið er aS finna upp.
Ef mennirnir kæmu slíkri
áætlun í framkvæmd, gætu þeir
þar að auki komið i kring grund-
vallarbreytingum á miklu styttri
tíma en hinar eldri kynbótaað-
ferðir hefðu leyft.
ímyndunaraflið getur blátt
áfram orðið stjórnlaust, er mað-
ur hugleiðir möguleilcana, sem þá
mynduðust. Maðurinn yrði fær
um að drága geysilega úr þeirri
byrði, sem arfgengir gallar
leggja öllum þjóðfélögum á
herðar.
Hann gæti þá auðveldlega auk-
ið tölu mjög afkastamikilla og
snjallra, skapandi manna þjóðfé-
lagsins með þvi að rækta af-
burðaeiginleika eða alveg sér-
staka og sérhæfða einstaklinga,
sem hefðu alveg sérstaka hæfni
til hinna ýmsu starfa.
Hann gæti valið menn eftir
persónuleika, vitrænum og líkam-
35
legum einkennum eða samblandi
alls þessa.
Hann gæti framkallað bylting-
arkennda breytingu á mannkyn-
inu sjálfu eins og reyndin hefur
orðið, hvað snertir yfirráð hans
yfir náttúrunni.
Ég býst við, að viðbrögð manna
yrðu miklu fremur neikvæð yfir-
leitt, ef leita ætti almennings-
álits um þessi efni núna. En við
höfum áður séð stórfelldar
breytingar verða á viðhorfi fólks
til hinna „friðheilögu" réttinda
þess.
Það er aðeins nauðsynlegt að
gera sér grein fyrir því, að rót-
grónum þjóðfélagslegum skoðun-
um manna hættir til að verða
fyrir breytingum, sem menn ór-
aði ekki fyrir.
Það er því ekki óhugsandi, að
hugmyndir okkar sjálfra um yfir-
ráð yfir fjölgun mannkynsins
og erfðum þess kunni að breytast
á róttækan hátt.
Að halda niðri í sér andanum.
EUGENE J. FRECHETTE þreytti þá raun að halda niðri í sér
andanum í 20 mínútur og fimm sekúndur. Þetta var gert sem
vísindaleg tilraun í I Wesleyan University undir stjórn próf. Ross
A. Gortmer, og ætti það að vera nokkur trygging fyrir, að ekki
hafi verið brögð í tafli. — Skv. Coronet.