Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 47
HUGLÆKNINGAR
55
bor<5. Þetta var mjög alvarlegt
slys, því hún varð máttlaus í
hálsinum eða gat að minnsta
kosti ekki hreyft hann. 1'msir
sérfræðingar voru til kvaddir, en
það bar ekki árangur. Næstum
mánuði eftir slysið sat ég í dag-
stofunni og var að lesa, og Bar-
bara sat nálægt mér. Skyndilega
fékk ég undarlega tilkenningu i
handleggina; það var eins og
þeir væru orðnir blýþungir. fig
gat ekki haldið þeim uppi og varð
að láta þá falla niður í kjöltu
mér og sleppa dagblaðinu. Fyrst
varð ég hræddur, en svo fannst
mér sem eitthvert afl hið innra
með mér vildi knýja mig til að
standa upp og leggja hendurnar
á háls systur minnar. Ég varð
að láta undan þessu afli, og um
leið og ég snerti Barböru sneri
hún höfðinu, leit upp til min og
brosti. Lömunin hvarf á einu
andartaki. Ég reyndi ekki að leita
mér skýringar á þessu, en mér
varð fljótlega Ijóst, að í hvert
skipti sem ég fann þungann koma
yfir handleggina á mér, gat ég
ýmist framkallað lækningu á
sjúklingum eða dregið mjög úr
vanlíðan þeirra“.
Fyrir nokkrum árum síðan var
Worrall beðinn að hjálpa ung-
lingi, sem hafði lamazt í bilslysi.
Sérfræðingarnir höfðu kveðið
upp þann dóm, að stúlkan mundi
aldrei framar geta gengið. Lækn-
ir stúlkunnar kvaðst ekki vera
trúaður á, að Worrall gæti annað
en í mesta lagi hughreyst stúlk-
una og aðstandendur hennar.
En sú hrakspá rættist ekki,
því stúlkan varð aflur heil heilsu.
En læknarnir höfðu tiltæka skýr-
ingu: „Röng sjúkdómsgreiningl“
Andstaðan gegn dulrænum
lækningum hefur verið og er
mikil innan læknastéttarinnar, en
upp á síðkastið hefur dregið úr
þessari andúð. Einn af þeim
læknum, sem látið hafa í ljós
jákvætt álit, er yfirlæknir við
stórt sjúkrahús í Chicago. Hann
hefur sagt: „Ég veit til, að fólki
hefur batnað eftir bænagerðir og
lækningasamkomur, og sá bati
verður ekki skýrður með þeirri
vísindaþekkingu, sem nú er fyr-
ir hendi“.
Fyrir nokkrum árum síðan
mynduðu nokkrir atkvæðamiklir
menn félagsskap, sem hafði það
markmið að rannsaka dulrænar
lækningar. Þeir buðu síðan klerk-
um, læknum og þekktum dulfræð-
ingum að taka þátt í störf-
unum, sem skyldu ná yfir fimm
ára timabil.
Eðlisfræðingur var fenginn til
að athuga, hvort „kraftur“ sá,
sem dullækningamennirnir voru
gæddir, væri skýranlegur á vis-
indalegan hátt. Meðan á lækn-