Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 143
FISKAR Á ÞURRU LANDI
151
lögum að nota net eða önnur
veiðitæki, enda er þeirra ekki
þörf. Því frá apríl til júní, aðra,
þriðju og fjórðu nóttina eftir
fullt tungl (í stórstraiumi) er
ómögulegt að ganga um sandfjör-
urnar án þess að stíga ofan á
grunjóna, sem komið hafa á land
til að hrygna.
Þetta undarlega ferðalag grun-
jónanna hefst skömmu eftir há-
flæði. Á tunglbjörtum ölduföld-
Um syndir fiskurinn upp í fjöru
og spriklar eins langt upp í sand-
inn og hann kemst. í fylgd með
hverri hrygnu er hængur. Með
hlykkjum og rykkjum grefur
hrygnan sig nú niður í sandinn
með sporðinn á undan, unz hún
er i kafi upp í háls (ef hægt er
að tala um háls á fiski). Siðan
hrygnir hún hrognum sínum,
þrem þumlungum undir yfirborð-
inu. Allt jjptta tekur ekki nema
fáeinar sekúndur, og svo hlykkj-
ast fiskarnir aftur niður fjöruna,
unz alda nær þeim og skolar
þeim aftur út.
Komi ekki stórbrim, liggja
hrognin á sínum stað, þangað til
í næsta stórstraumi, um tíu dög-
um síðar. Jafnskjótt og sjórinn
skolar þeim upp úr sandinum,
koma seiðin úr þeim. Þau eru
allvel þroskuð og sprikla út í
sjóinn. Næsta vor slást þau svo
með í tunglskinsferðalagið.
Hrygning grunjónanna er ein
af dásemdum náttúrunnar. Ef
fiskurinn hrygndi með einhverju
öðru flóði, eða jafnvel ofurlítið
fyrr á sama flóði, myndu hrogn-
in skolast til sjávar og ekki
þroskast. Grunjónarnir hrygna
aðeins þegar ekki eru líkur til
að öldurúar nái til hrognanna
fyrr en með nýju tungli tíu dög-
um síðar — þann tíma, sem
hrognin þurfa til að þroskast.
Og hrognin þroskast ekki heldur
nema þau séu grafin upp i næsta
stórstraumi; seiðin koma ekki
nema sjórinn leiki um hrogn-
in.
Til að vernda stofninn, er
bannað að veiða grunjóna í apríl
og maí. Á öðrum tíma, meðan á
hrygningu stendur, er grunjóna-
veiði mikið sport hjá Kaliforn-
íubúum. Þúsundir manna leggja
bílum sínum við strandvegina og
flykkjast niður í fjöru til að
ausa upp fiski. Meðan þeir fylla
körfurnar, verður þeim tíðlitið
út á tunglglitað Kyrrahafið.
En grunjónarnir hafa engan
tíma til að dást að fegurð tungl-
skinsins. Ólíkt mönnunum, hafa
þeir hlutverk að vinna — hlut-
verk sem aðeins er hægt að leysa
af hendi með stórstraumi, sem
stafar af fyrstu tunglfyllingum
vorsins.