Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 40
48
URVAL
ar neðan frá götunni. Þröng, grýtt
stræti eru fundarstaðir ættbálk-
anna og danspallur þeirra, sem
iðka hina langdregnu og erfiðu
dansa.
1 hjarta bæjarins er heilagt
aitari úr óbrenndum múrsteini.
Meðfram veggjunum eru sæti
fyrir hina mörgu ættarhöfðingja
og aðra fyrirmenn, sem sitja þar
á fundum og við trúarathafnir
sinar. Þar má engin kona stiga
fæti sínum, á meðan höfðingj-
arnir eru á fundi.
Á Hátíðisdaginn eru trumburn-
ar barðar frá morgni til kvölds,
og raðir dansandi Indíána mynd-
ast við enda strætanna. Dansend-
urnir í röðinni halda áfram dans-
inum, og smám saman mjakast
röðin fram að altarinu, syngj-
andi og dansandi.
í útjaðri bæjarins stendur virk-
iskirkjan San Esteban Rey, stolt
Acoma. Stærð hennar virðist
manni ótrúleg, þegar maður hef-
ur klifrað upp hamrana og hugsar
til hins þolinmóða fólks, sem bar
allt byggingarefnið upp þessa
snarbröttu hamra. Hún er 150
fet á lengd, veggir hennar eru
10 fet á þykkt og 60 fet á hæð.
Það eru engin sæti i kirkjunni.
Steingólfið er alveg autt, nema
sjá má nokkra klunnalega bekki
meðfram veggjunum.
Vinstra megin við altarið hang-
ir mynd af St. Jósef, sem sagður
er búa yfir yfirnáttúrlegum
krafti. Eitt sinn var hann orsök
dómsmáls milli Indíána af
Acomite- og Laguna-ættbálknum.
Spánarkonungur gaf Acomite-
Indíánum myndina árið 1629.
Laguna-Indíánarnir stálu henni
200 árum síðar, og heyja þurfti
baráttu fyrir dómstólunum í 40
ár, áður en Acomite-Indíánarnir
fengu myndina aftur og gátu sett
hana upp að nýju í kirkjukórn-
um.
Það eru engin nútimaþægindi
uppi í hamrabænum, engir brunn-
ar, engin holræsi, engir miðstöðv-
arkatlar. Menn vita, hvað tíman-
um líður, með því að athuga sól-
ina og tunglið, og það er hæga-
gangur á öllu i Acoma. Vatn fæst
aðallega í djúpri sprungu í klett-
unum í útjaðri bæjarins, og fyll-
ist sprunga þessi af rigningar-
vatni. Þegar þetta vatn nægir
ekki, verða konurnar að fara nið-
ur í dalinn og bera vatnskerin
sin upp í hamrabæinn.
Eitt hið furðulegasta við Acoma
er sú staðreynd, að allar vatns-
sprungurnar eru fullar af frosk-
um. Þeir eru þar þúsundum sam-
an. Þetta er ótrúlegt fyrirbrigði
í þessu landi sólarinnar. Núver-
andi ættarhöfðingi ættbálksins,
Martin W. Pino, skýrir þetta fyr-
irbrigði á þennan hátt: